23.4.2020 kl. 13:49

Hver er greiningin og hver er orsökin (causation)

Ég útskýri oft í ensku orðræðu minni að ég er fyrst og fremst að tjá mig um hvernig ég skil og túlka það sem okkur er sýnt. Einnig að varðandi trúarlega þátt hennar, að mér er slétt sama hverju aðrir trúa og í engu hef ég reynt að hvetja fólk eða draga til minnar trúar.

Ennfremur bendi ég oft á að helstu verkfæri Eingyðistrúarinnar eru Vitnisburður og Fyrirgefning og að þetta tvennt sé sitthvor hliðin á sama verkfærinu. Til dæmis fyrirgefur maður misgjörðarfólki um leið og maður færir fram vitnisburð bæði um misgjörðirnar og í leiðinni viðurkennir maður að hugsanlega eigi maður einhvern þátt í því.

Yfirleitt alltaf krefst fyrirgefning innri vegferðar og viljastyrks og þá oft upplýsta ákvörðun.

Stundum þarf maður að biðja skaparann að fyrirgefa öðrum, þar til maður er tilfinningalega fær um það sjálfur. Anababtistar, Mennonítar og Amish fylgja t.d. þessari aðferð kröftuglega. Sjálfur er ég á því að vitnisburður þurfi að fylgja með.

Varðandi mínar eigin skráðu og vel þekktu misgjörðir, þetta hef ég allt saman staðið við, svo fast kveður að því að sumir sem fylgja orðræðu minni hafa hvatt mig til að slaka á því, bæði á Ensku og Íslensku.

Eina kvöðin eða reglan sem ég legg á fólk sem tekur mark á trúarlega hluta orðræðu minnar, er að ég banna fólki að viðurkenna það og legg 1.000 dollara sekt á hvern þann sem opinberlega viðurkennir mig á þeim vettvangi.

Ég hef engan sannleika að selja né gefa, ekkert á orðræðunni að græða. Hún er minn vitnisburður og mín frásaga. Ég á það sjálfur og ég hef lagt mig í líma við að setja hana í fráhrindandi umbúðir.

Margir vita að fyrstu fimm til tíu mínútur myndskeiða minna fara yfirleitt í spjall sem er viljandi gert flókið og erfitt. Níu tíundu nenna ekki lengra og þetta er byggt á ráðleggingum Biblíunnar samanber hvernig Gídeon valdi sína 300. Rétt eins og geðbilaðar umbúðir eru ráðleggingar sem Davíð fylgdi þegar hann var ofsóttur af Gáfnaljósum elítunnar.

Stóra spurningin sem vaknar hjá íhugulum; Er ég að bera vitnisburð á borð fyrir fólk eða engla, eða í réttarsal skaparans?

Það er misjafnt hvernig fólk túlkar svona hluti eða skilur og misskilur, fólk er margt og fólk er flókið og misjafn sauður er í mörgu fé. Oft þegar maður hefur sig í frammi - eins og ég hef gert árum saman - verður maður fyrst fyrir blautum borðtuskum frá fólki sem hefur ekkert að segja nema í athugasemdum og hefur hvergi stigið inn á leikvang Hringleikahússins, heldur púar úr áhorfendabekkjum.

Það er sjaldan sem ég skýli mér á bak við orðræðu annarra og yfirleitt reiði mig á að áheyrandinn eða lesandinn rannsaki á eigin spýtur.

Vegna skrifa minna undanfarið ákvað ég í dag að vitna í ágæta orðræðu Dr. Andrew Kaufmann en hann hefur fjallað faglega um læknisfræðilega hlið yfirstandandi vár. Fyrir tveim dögum gerði hann myndskeið þar sem hann svarar stærstu spurningu minni sem ég hef borið á borð fyrir okkur Íslendinga (einn manna) síðustu vikur;

Hver er greiningin, á hvaða forsendum er hún byggð og hvernig er hún túlkuð, umfram allt, hvernig virkar RT PCR skimun? Sjá myndskeið:

Ég er ekki fræðimaður né fulltrúi neinna hagsmuna heldur tjái mig um það sem okkur er sýnt, auk greiningar á menningarástandi og trúarlegu innsæi. Að endingu minni ég á, sé texti þessarar færslu torskilinn: Það má lesa færsluna aftur, orð fyrir orð.

Allt sem ég rita og tjái mig um, er gert í góðri trú og góðri ætlan, mistökin eru mín en sé eitthvað þar til góðs, gefðu þá Skaparanum það.