11.4.2020 kl. 11:03

Örlitar Lýgveldisábendingar

Danmörk var hernumin af Þýska ríkinu en ekki af stjórnmálahreyfingu Þjóðernissósíalista. Setningin "hernumin af nasistum" segir mér nóg um fræðimennsku höfundar.

Alþingi braut lög með því að taka sér konungsvald. Ísland var þá Konungsríkið Ísland - frjálst og fullvalda - en ekki í konungssambandi eins og ódýr hóra.

Með fullri virðingu fyrir vændiskonum, sem eru upp til hópa almennilegt fólk en er kerfisbundið neitað um lagalega og menningarlega virðingu, af Húmanismanum.

Þó samningurinn frá 1918 gæfi Konungsríkinu (ekki Íslandi) leyfi til að rjúfa samninginn, var ávallt gert ráð fyrir að það væri gert í samvinnu við Konung (Íslendinga).

Ísland er ekki sjálfkrafa ríki og það ríki sem nú fer með alræðisvald og rænir fólk eins og það kemst upp með, er ekki sjálfkrafa réttmætt. Ísland og Íslenska ríkið er ekki hið sama, forseti ríkis er ekki sjálfkrafa forseti lands né þjóðar heldur þegna (borgara).

Þó allir hérlendis tali Íslensku, þá eru ekki allir þeirra Íslendingar. Sjálfur er ég Herúli. Ekki eru allar vændiskonur ódýrar hórur.

Enn er ósvarað - og hjá fæstum óspurt - hvers vegna sumir í hernumdum Noregi og Danmörku var fleygt í fangabúðir en Sveini Björnssyni hleypt heim.

Ég hef beðið Þjóðskjalasafn um aðgang að skjölum um það og hef fengið loðin svör, ég megi sjá skjöl en er enn að bíða eftir að fá aðgang að Lestrarsal skjalasafnsins (því var lokað um sama leyti, hint hint).

Ég fór haustið 2015 í Þjóðskjalasafnið og fékk að skoða upprunalegt skjal Stjórnarskrár Lýðveldisins og tók það upp á myndskeið (ásamt Sigurgeiri Bergssyni og Þórdísi Hauksdóttur til vitnis). Enginn Íslendingur hafði þá gert sér þetta ómak.

Ég hef innt Danska Þjóðskjalasafnið eftir því hvort skjalið frá Kópavogsfundinum 1662 sé til, en Íslenskir þjóðskjalafræðingar gátu ekki svarað til um það, þeir Dönsku höfðu svör á reiðum höndum.

Gjörningurinn 1944 var glæpur gegn þjóð: Íslenskir Quislingar bjuggu hér til Lýgveldi og við búum við það enn, hugarsnauð, sálarsneydd og hrokafull eins og þú veist hver.

Æðsta vald Íslands var ávallt í höndum Allsherjarþings á Þingvöllum. Frá 1662 til 1874 var reglulega reynt að leggja þetta vald niður. Þú getur keypt þá lýgi að Ísland hafi fengið sjálfstæði 1944 eftir aldalanga kúgun erlendra konunga, en þú lifir ekki lengi á lýgi.

Kristján konungur var ekki stofufangi þá frekar en Margrét nú. Þýska stjórnin sýndi Dönum eins mikila virðingu og þeir gátu, þessi ár, þrátt fyrir allskyns túlkun síðari tíma Quislínga. Kristján fór í daglega útreiðartúra um Kaupmannahöfn á stríðsárunum.

Að lokum: Ég biðst afsökunar á hversu oft ég rita ég í þessari færslu, þar sem undirritaður væri fallegra. Ég er fæddur í lygararíki og lærði lélega mannasiði í skóla. Eins og fleiri, en hver er að benda?

Að þrautalokum: Þó sumir titli sig sagnfræðinga og séu vinsælir af almúga og elítu sem hugsar jafn frjótt og steinlím, þá er ekki nóg að skrifa um gengna forseta til að vita eitthvað né kjósa þá til að skilja hvað Piparkökudrengur er og táknar.