20.3.2015 kl. 19:04
Að láta happ úr hendi sleppa, hin séríslenska íþrótt
Við erum ekki að byggja upp neina innviði til að þjónusta ferðamenn. Við erum ekki að byggja upp neina stefnu til að tryggja að ferðamenn sem hingað koma séu góð auglýsing fyrir okkur.
Við erum hins vegar dugleg að byggja hótel handa þeim, kaupa bílaleigubíla handa þeim og rukka í hástert fyrir lélegan mat og verri þjónustu. Auk þess sem innihaldslausar stjórnmálatófur LýGveldisins ætla að sauma betur að buddunni þeirra.
Eins og allir vita var Japan í rúst eftir stríðið mikla og endurbyggði sig á tveim áratugum svo duglega að þeir áratug síðar eitt sjö öflugustu iðnríkja heims. Þetta gerðu þeir með því að hlúa að sýn.
Hver er sýn okkar Íslendinga, umfram útrásarhruadans og ferðamannarányrkju?
Eins og ég hef áður útskýrt er tvöföld rányrkja stunduð í hafinu okkar, vandlega hulið með alls kyns spunum og þvættingi. Einnig hef ég útskýrt hvernig sýn fornmanna gæti endurvakið landið okkar á einu sumri. Látum gott heita með þau fræ, þau munu skiljast, og kannski spíra, eftir fáeina áratugi.
Ég hef lengi dælt við þá sýn að Íslandi myndi best nýta áhuga útlendinga á landinu með því að móta hér þekkingarumhverfi á breiðum grundvelli, með öflugri bakþjónustu og framsýni. Hef ég oft hugleitt þetta efni frá ýmsum nálgunum sem langt mál væri að rekja hér.
Stundum hefur hvarflað að mér hvort viðfangsefnið væri þess virði að binda í bókarform og nálgast viðfangsefnið - sem fyrr segir - frá mörgum hliðum, eftir formi og dýpt. Til dæmis er hér á landi iðkuð mjög einkvæm stefna í þekkingarmálum, rígbundin í frekar kreddufast mót sem (að mínu mati) bælir skapandi hugsun.
Auðvelt væri að varpa fram fáeinum molum, en ég vil hafa þessa hugleiðngu eins stutta og hægt er. Látum duga að útvarpa áhuga mínum á þessu efni, og minna á að ég hef meiri áhuga á málstofu með aðkomu margra jafnra en að tuða einhvern sannleika úr mínum ranni.
Svo kannski skrifa ég meira um þetta síðar, og þá væntanlega á hreinberg.is. Mig langar þó að benda á eitt að lokum. Í heiminum búa sjöþúsund milljónir manns. Líklegt er að ferðamenn hingað tilheyri 12% sneið þessa fjölda - frá þverskurði af þjóðum heimsins. Við erum 0,3% af einni milljón.
Það segir sig sjálft að ekki þarf mikið til svo að hér komi tvær til fjórar milljónir árlega; og ekki þarf að plokka mikið af hverjum og einum til að hér mætti afnema skatta af landsmönnum og tvöfalda hringveginn.
Sýn er allt sem þarf.
Ég hef áður útskýrt hvernig hægt væri að breyta Melrakkasléttu í auðugasta hérað heims, án fyrirhafnar, og láta það gera hvert mannsbarn Blálands að ríkri manneskju. Við búum á bezta landi í hemi, og eigum menningararf sem er mun meira virði en dáleiðsluspunar og moðaustur samtímans glápir á. Ég sé ekki að nein viðleitni sé í landinu okkar til að byggja úr þeim efnivið.