20.2.2020 kl. 12:37
Hvað er Kynjatímaskekkja
Er það skekkja þegar konur hættu að ala upp börn sín sjálf og halda heimili eins og þær gerðu í tugþúsundir ára og sendu menn sína út af heimilinu, eða er það kynjaskekkja þegar sósíalistar og kommúnistar breyta samfélögum og þjóðfélögum í anda úreltra abstrakt hugmynda?
Er það kyngeðveila að halda að maður sé annað kyn en maður fæddist eða er það einnig kynjaskekkja? Er það rétt hjá mér að hinn Marxíski heilaþvottur Frankfúrt skólans sé menningarskekkja, sérstaklega þegar hann snýr túngumálinu á rönguna?
Því ef ég er sá eini sem bendi á þessa vitundarverkfræði meðalmennskunnar og fyrringarinnar og er samtímis skrýtnasti maðurinn í partýinu, þá hlýtur að vera einhver skekkja sem ég sé ekki?
Hingað til hef ég séð fullt af rökum fyrir ruglinu en lítið um raunsæi. Nú væri lag að benda á allar þær hundruðir spádóma úr svo til öllum trúarbrögðum sem fyrir hundruðum og þúsundum ára lýstu samtíma okkar eins og þegar Picasso teiknaði myndir af sálinni.
Tja, ekki var Pícasso ruglaður (ef marka má verðmiðana á verkum hans) en kannski eru bæði hann og ég tímaskekkjur? Því samtímamenning okkar er sannanlega vitfyrrt og við sem greinum það, erum í augum hins vitfyrrta menningarheims sjálfir vitfyrrtir.
Svo hvar erum við þá? Ég veit það ekki fremur en þú.
Eins og Buckminster Fuller benti svo snilldarlega á „til að skilgreina eitthvað í alheiminum þarftu fyrst að skilgreina hvað alheimurinn er og til þess þarftu að komast út fyrir hann.“
Samtímafólk er alið upp við eitthvað sem því er sagt að sé veruleiki. Fólki er bent á vissar hugmyndir Endurreisnarinnar (Renaissance) og niðurstöður Upplýsingarinnar (Enlightenment) hafi frelsað fólk frá ranghugmyndum til veruleikans. Þetta er rangt.
Það sem gerðist er að Kristíanismi sem heimssýn var ýtt til hliðar af Húmanisma sem heimssýn. Hver sá sem þekkir skil á Heimspeki 202 veit þetta. Samtímis gerði fólk sér ekki ljóst hvernig það var gert.
Kristíanismi er heimssýn og birtingarform hennar í t.d. Kaþólskri og Rétttrúnaðar (Orthodox) heimsmyndum var það sem rutt var til hliðar. Þeir hinir sömu og ruddu henni til hliðar trúðu sjálfir á heimssýnina sem heimsmyndirnar fæddust af.
Þegar áþreifanlegum heimsmyndum var rutt til hliðar og fólk sem ekki skildi merkingarfræði agaðrar hugsunar sá það, gat Húmanisminn sem heimssýn rutt sér leið. Af henni spruttu síðan áþreifanlegar heimsmyndir.
Dæmi um heimsmyndir væru t.d. Kapítalismi, Sósíalismi, Kommúnismi, Demokratismi, Vísindahyggja og fleiri afbrigði.
Þegar þetta gerðist rugluðust margir í ríminu þar sem fólk gerði sér ekki grein fyrir muninum á sýn og mynd eða hvað öguð frumspeki raunverulega er. Þó útskýrði Kant þetta, Hegel fór nákvæmlega í það og Nítsjé mölvaði það og límdi aftur saman, Heidegger lokaði svo krukkunni.
Guðleysingjar (Atheists) og Trúleysingjar (Agnostics) halda því gjarnan fram að Upplýsingin og Endurreisnin séu sönnun á sínum heimsmyndum (sem eru afurð Húmanismans). Þetta er sjálfsblekking. Níu af hverjum tíu uppfinningum og framfaraskrefum í hugsun renna frá andlegu (Gnostics, Mystics) fólki.
Auðvelt er að mæla það með því að bera saman trú og trúleysi Nóbelsverðlaunahafa þar sem hlutfallið er reyndar lægra en hafa verður í huga að innan Húmanískrar Akademíu samtímans er það talið ljóður á fólki ef það viðurkennir andlegar hugleiðingar sínar svo margir fara með þær í hljóði.
Það er sálfræðileg staðreynd að fólk sem ekki trúir á neitt ósýnilegt og ekki iðkar óáþreifanlega frumspeki, lætur sér ekki detta neitt fáránlegt í hug og finnur því fátt upp.
Eins er það að margir akademískir fræðimenn hafa kosið að spila með samhljóm (Consensus) þegar kemur að svona hlutum og eru álitnir veraldlegir (Secular) útaf því hvernig þeir spila úr spilum sínum.
Síðan 1950 hefur það verið ávísun á jöðrun og þöggun innan akademíunnar að viðra aðrar skoðanir en guðleysi eða trúleysi, þó er viss hugarfarsbreyting að birtast á sjóndeildarhringnum.
Margir hlusta í dag af áhuga á John Lennox og kristilegar útskýringar hans, en hann er einn virtasti stærðfræðingur samtímans. Milljónir vel menntaðs fólks fylgist vel með fólki á borð við David Berlinski, Michael Behe og Stephen Meyer hjá Discovery Institue. Berlinski er sjálfur trúlaus, Meyer er það ekki en ég veit ekki með Behe.
Þegar ég var sjálfur í kristilegum söfnuði, var mjög mikið rætt um vísindi og er það reynsla mín af öllu trúuðu fólki að það hefur áhuga á vísindunum og rýnir í þau. Reynsla mín af trúleysingjum sem slengja fram fullyrðingum á borð við „þú trúir ekki á vísindin“ að það fellur á einföldum bómullarprófum um vísindin.
Fæst þessa fólks hefur hugmynd um mörg hundruð vísindabækur sem hafa tætt Darwinismann í ræmur og sé þeim bent á þær er því hafnað umsvifalaust.
Enginn þeirra hefur hugmynd um samræður Kurt Gödel og Albert Einstein um stærðfræðilegar bollalengingar um hvort Alheimurin snúist um sjálfan sig eða sé á ferð í tóminu og ennfremur að ef hann snýst hvaða áhrif það hefur á tíma. Fæstir þeirra hafa heyrt minnst á Gödel eða yfirburðaframlag hans til stærðfræðinnar, þeim er ekki sagt frá honum, enda var hann Kaþólskur.
Húmanisminn tók vísindin yfir og endurnefndi Húmanistavísindin sem vísindin. Frankfúrt sálfræðin er sú snjallasta yfirtaka á hugsun mannsins sem gerst hefur fyrr og síðar. Hún hefur hins vegar verið greind og henni lýst, af mörghundruð manns. Mikil vitundarátök eru í uppsiglingu.
Þessu var einnig spáð í ellefta kafla Opinberunarbókar Jóhannesar.