19.2.2020 kl. 11:50
Þegar Brésnéf túlkaði veðrið
Á síðustu valdaárum Leóníd Brésnéf í Sovétríkjunum var algengt að borgarar hefðu í flimtingum að ef veður væru válynd þá kæmi Brésnéf í sjónvarpið og segði að „í Sovétríkjunum er betra veður en annarsstaðar.“
Án gríns - og í ljósi tengdrar fréttar: Fólk er farið að rannsaka hlutina sjálft og það er farið að sjá í gegnum falsáróður pólitískra öfgahópa sem kerfisbundið yfirtaka samfélögin og Þjóðfélagið allt með rangfærslum og öfugsnúningi.
Þessir öfgaklúbbar eiga samhjálparfólk víða í stoðum menningarinnar sem hjálpa þeim við áróðurinn. Margaret Thatcher benti á fyrir heilli kynslóð síðan að þetta fólk samstillir sig á milli landa og heimsálfa en að opinberlega er það aldrei greint eða fólk upplýst um það.
Þegar Dónald Trump fór fyrst að ásaka sósíalíska fjölmiðla um falsfréttir þá var hann að snúa uppá sósíalistana sjálfa þeirra uppáhalds frasa. Þegar sósíalistar voru uppvísir að lygum og áróðri, þá sökuðu þeir þá um falsfréttir sem ljóstruðu upp um þá.
Eins og oft hefur komið fram þá er það einmitt ein af helstu aðferðum Frankfurt skólans að umsnúa tungumálinu og ef þeir geta og komast upp með, kynvitund fólks.
Eins og Marx hefði sagt ef hann hefði verið nógu klár; „Allt fyrir valdið.“
Þetta snýst þó ekki um samsæri heldur greindar- og siðferðisröskun grunnhygginna sem halda að prófgráða beri með sér visku. Eins og Qasseem Soleimani benti á þrem mánuðum áður en Bandaríkjastjórn myrti hann: „dyggð vekur visku.“
Eins og allir vita, er dyggð fædd í fræddri trú.