18.2.2020 kl. 12:24
Af sólbráð á jöklum
Hver sá sem ferðast hefur um hálendið eða á Græanlandsjökli getur sagt þér að þegar stillur eru síðla vetrar og hækkandi vorsólin skín skært, getur hiti orðið fáránlega hár.
Hver sá sem eytt hefur dögum í sólbráð - sem kallað er - vita að það er ekkert óvenjulegt við að hiti geti orðið fáránlegur við vissar ótrúlegar aðstæður.
Mörgþúsund manns sem ýmist hafa alist upp í náttúrunni eða ferðast mikið, vita að tengd frétt er á engan hátt nein sönnun fyrir neinu öðru en framansögðu.
Grípum tvær lykilsetningar úr fréttaskotinu:
- "frá upphafi mælinga"
- "tekur mælingunni þó með fyrirvara"
Glöggur lesandi, sem les orð fyrir orð með hlutbundnum hætti og án huglægra fyrirfram mótaðra væntinga, sér svona setningar sem rauð flögg. Þeir sem einungis lesa fyrirsagnir og síðan skima textann hratt, eru Gáfnaljós.
Það á að vera óþarfi að ræða tæknilegar aðferðir við reglulegar mælingar í gegnum aldirnar, saga sem er svo full af svartholum að skrifa má um það bækur og hafa verið.
Staðreyndin er sú, og það er mælanlegt, að meginfjölmiðlar og vinstri-akademía neitar að ræða slíkt. Já ég veit að það er sumar þarna suðurfrá, það á að vera óþarfi að taka það fram, jafnvel við Gáfnaljós.