17.2.2020 kl. 16:13
Lágkúran býr í steinsteyptum moldarkofum
Hreppstjóraklúbburinn hefur djarflega haldið því fram við þjóðina síðustu fimmtán árin að gagnaver séu atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og nýsköpunarskapandi. Ekkert er meira fjarri lagi.
Að þjóðin og félag þess (Ríkið) búi ekki að dýpri hugsun en þetta, er sönnun þess að við höfum ekki ennþá yfirgefið moldarkofana. Sem minnir mig á annað; Því hefur verið haldið að okkur af Lýgveldisklúbb Hreppstjórafélagsins, að torfbæir séu menningararfur.
Staðreyndin er sú að torfbæir héldu hér innreið sína eftir 1662, eftir að stórfelldur heilaþvottur var kerfisbundið innleiddur hérlendis og nær allt sem við höfðum skapað með hugviti var keypt, stolið og brennt.