3.3.2015 kl. 23:46

Bakkafullur lækur blekkingaspuna

Áður en ég eys úr eigin viskubrunni bendi ég lesanda á fína fyrirtöku á jack-daniels.is um tengda frétt. Ég vil aðeins draga fram fáeina punkta úr eigin mýmisbrunni til að minna á að menning okkar er ekki sú sama og borin er fram.

  1. Reiði og furða fólks er enn mikil yfir því að Lýgveldið leyfir lögreglunni að skjóta borgara landsins á færi eins og veiðidýr. Sú fasista framkoma mun aldrei gleymast.
  2. Þegar furða fólks stóð sem hæst á sínum tíma varð atvik á Ísafirði sem fjölmiðlar notuðu til að moka undir málflutning lýgveldisins þ.e. að vopnuð Nýgestapó ætti rétt á sér.
  3. Atvikið á Selfossi sem tengd frétt fjallar um ber öll merki samskonar spuna, að fjölmiðlar sem þjónva valdakerfinu - beint og óbeint - nota hvaða brelluspuna sem er til að styðja sama viðhorf.
  4. Í allan vetur hefur valdakerfi Höfuðborgarinnar unnið að því að Lögreglustýra Nýgestapó í Reykjavík geti ruðst inn á heimili fólks að því sem næst tilefnislausu. Ég rita „því sem næst“ því um leið og þú veitir eina rýmkum verður gerð önnur rýmkun.
    Sögum hefur hrannað upp á Samfélagsmiðlum, á milli fólks, um valdbeitingu Nýgestapóstýrunnar í Reykjanesbæ og aðrar sögur í höfuðstaðnum.
  5. Umræðan um Íslamska terrorista er að miklu leyti spunnin upp af sama toga; að réttlæta vopnaburð Nýgestapó. 
  6. Undanfarið hefur borið á smáfréttum þess efnis að Nýgestapó nái fíkniefnasölum á Netinu, enginn spyr hins vegar hver aðferðin er. Eru lögregluþjónar að störfum við tölvuskjái eða er xKeystone notað með leyfi NSA eða einhver önnur tölvunjósn?
  7. Piparúðinn veturinn 2008/2009 og meðhöndlun öldunga í Gálgahrauni eru ekki gleymd. 

Þessir punktar er það sem rennur í gegnum þverplanka hausinn á mér þegar ég sé spunafréttir af því tagi sem hér er tengt við. Vil ég því draga fleira fram, en um leið biðjast afsökunar á bíræfinni notkun hugtaka sem eru valin að athuguðu máli.

Ekkert er það í stjórnarskrá „Íslenska lýðveldisins frá 1944“ sem skilgreinir lögreglu; hvað hún er eða eftir hvaða gildum hún skuli starfa. Eitt orð er notað á einum stað í stjórnarskránni, sem gefur til kynna að Lögreglan sé til fyrirfram eða skilgreind annar staðar. Þetta er siðferðisrof.

Ekkert er það í stjórnarskrá „Íslenska lýðveldisins frá 1944“ sem tiltekur afdráttarlaust hvort valdakerfið megi drepa borgara sína eða ekki. Höfum í huga að mannréttindaklásúlan er viðbætt eftirá til að þóknast erlendri stefnu.

Þá er ekkert í stjórnarskránni sem tiltekur hvort Borgarar landsins, eða þjóðin sjálf, geti kært valdakerfið. Hvergi er bent á í þessu plaggi - sem eingöngu er til rafrænt, að því er mér skilst - að stjórnarskrá er samningur á milli valdakerfis og þjóðar. 

Glöggur lesandi mun við umhugsun þessa síðasta atriðis átta sig á að tvennir vættir eru að verki þegar Ísland nútímans er skoðað með virkri hugtakagreiningu; valdakerfi annars vegar og þjóð hins vegar

Ef valdakerfið hefur alla valdaþræði og getur tekið borgara sína af lífi með einni stofnun og réttlætt aftökuna með annarri stofnun, og ef einu tökin sem þjóðin hefur til að ræða það mál skilmerkilega er í gegnum þjóðþingið, sem uppnefnir sig sem Alþingi, þá er ekkert lýðræði í landinu og því er hið svonefnda lýðveldi lýgveldi. 

Meðan Lýgveldið býður þjóðinni upp á sjálfsréttlætingu, vélbyssusmygl, og spuna af því tagi sem tengd frétt viðhefur; er komið enn eitt uppnám í þjóðarsálina. Var tæplega bætandi á.

Það verður engin ró í landinu fyrr en allir þeir sem stóðu að aftökunni í Hraunbænum (a, b), frá manninum sem tók í gikkinn og upp allan þrepastigann til æðsta valdamanns, eru dregnir til ábyrgðar annað hvort með fangelsisdómi eða útlegðardómi. Fyrirgefning er aðeins í boði til handa þeim sem stíga fram og axla ábyrgð og biðjast afsökunar.

 

Vil ég nota tækifærið og benda lesanda mínum á Stjórnarskrá Þjóðveldis. Hún skilgreinir útlegðardóma og að þjóðin geti kært stjórnarskrárbrot, svo fátt eitt sé nefnt.