17.2.2020 kl. 11:12

Þekking er vitneskja sem gefur arð

Arður þarf ekki að vera í formi fjármagns en fé er vissulega góður mælikvarði á árangur. Á landinu hefur undanfarið verið talsvert um áróður gegn sjókvíaeldi en margir eru meðvitaðir um að erlendir aðilar fjármagna þann áróður.

Þó margt í áróðrinum dulbúi sig sem vísindi þá hafa margir tekið eftir að þau vísindi eru oft meira fólgin í sleggjudómum og yfirlýsingafræðum. Yfirleitt finnast raunvísindi sem á einfaldan hátt geta (og hafa) slegið á tilfinningaofsann sem hefur fylgt áróðrinum.

Samanbert tengda frétt, má búast við yfirlýsingum úr öllum áttum.

Ég held að umræður séu alltaf af hinu góða og er alfarið á móti allri ritskoðun og þöggun Til að mynda er ég hrifinn af logtslagsvá umræðunni þó ég fyrirlíti hana á sama tíma. Það er jákvætt að raunhyggjufólk er þvingað til að svara áróðrinum með rökum og mælingum á sama tíma og ég fyrirlít yfirborðsmennsku og blekkingar kommúnismans sem kom áróðrinum af stað.

Margir sem fylgjast vel með hafa vafalaust tekið eftir að áróðurinn um loftslagsvá og áróðurinn gegn sjóeldi kemur frá samskonar fólki með sambærilega heimsmynd.

Um helgina birtist frétt sem margir deildu á Vefnum um nýjar aðferðir við vinnslu á áli úr súráli, sem krefjast minna rafmagns og þar af leiðandi annarskonar stóriðju en áður. Ég held að alltof lítið sé af áhugaverðum fréttum af skapandi hugsun sem verður að vitneskju.

Oft hefur heyrst af þekkingu sem skapandi fólk hefur komið fram með, sem síðar var þögguð og jaðarsett, ýmist af fólitískum heimsmyndar hvötum eða af hvötum hagsmuna aðila sem sáu ógn í þekkingunni frekar en tækifæri.

Ég get ekki verið sammála því að erlendri fjárfestingu fylgi þekking, rétt eins og þegar erlend fjárfesting veldur illgjörnum áróðri, þá er svona yfirlýsing tvíeggjað sverð.

Ég veit ekki til fulls hvort sjóeldi eða landeldi séu góð eða vond eða annað sé betra en hitt. Ég held hins vegar að ríkiskerfið ætti að stjórna minna og leiða meira þegar kemur að allri nýsköpun og atvinnuþróun.

Ég átta mig vel á því þegar ég viðra margar skoðana minna að þær eru dálítið langt út fyrir rammann í mörgum tilfellum og stundum neyði ég sjálfan mig til að viðra sumar skoðanir, því ég held að það auðveldi mörgum að víkka sjóndeildarhringinn.

Rétt eins og með jólin: Við munum alltaf halda jól, hvort sem þau eru heiðin eða kristin eða bara miðsvetrarhátið - nú eða ljósahátíð. Ef við hins vegar höldum miðsvetrarhátíð "fyrir börnin" erum við að ljúga og ef við höldum hana sem Kristsmessu en sniðgöngum kristnar hugmyndir, erum við aftur að ljúga.

Þegar maður er innan um fólk sem er að undirbúa jólin og maður heldur svona nokkru fram, verður fólk pirrað og það misskilur. Enda er hinn almenni maður oft meira bundinn í bókstafstrú og öfgahyggju en hann sjálfur áttar sig á.

Viðurkenndu að þú ert að ljúga þegar þú réttlætir Jólin með sjálfsblekkingu, en haltu samt áfram að halda jól. Þannig vex þér ásmegin.

Því spurningin er ekki sú hvort sjóeldi eða jólahald sé rétt eða rangt eða gott eða slæmt. Fólk mun alltaf halda hátíðir og fólk mun alltaf finna uppá nýsköpun og atvinnuþróun og það mun alltaf vera til fólk sem  úthrópar alltsaman.

Rétt eins og grein sem FÍB birti nú í vikunni, þar sem áherslan var gagnrýni á hin og þessi olíufélög hérlendis vegna 16% mismunar í verði hjá einum aðila eftir því hvar hann seldi olíuna. Þá var greint nánar hvernig olíufélögin leggja á eldsneytið.

Engin gagnrýni kom fram í greininni að ríkið hirðir helminginn og að hluti helmingins er föst tala (ógnarhá). Fyrstu viðbrögð mín, sem er gagnrýninn á allan áróður hvaðan sem hann kemur, var nú var elítan snjöll að villa okkur sýn.

Hversu margar vörutegundir aðrar en tóbak og eldsneyti eru fimmtíu prósent skattpíndar og hver eru rökleysan sem er notuð til að réttlæta það?

Hvernig væri nýsköpun á landinu ef hamlandi reglugerðum væri fækkað? Hvernig gengur að stofna fyrirtæki í frumskógi reglugerða og rányrkju í lággróðri opinberra gjalda og óraunsærrar skattheimtu?

Í þessu ljósi mætti benda á fyrirhugaða sölu Landsbankans: Rökstuðningurinn fyrir sölunni er innviðauppbygging, sem er fínt orð fyrir offitu ríkisbáknsins. Engin raunhæf umræða er um það á landinu okkar hvernig ríkið hefur verið yfirtekið af grunnhyggnum hálfbræðrum Soffíu frænku með blessun Sebastíans, ástmanns hennar.

Nýlega benti ég á hér á blog.is að þekking felst í hugviti og að fyrir hverjar fimmtíu milljónir sem eru settar í eitt starf í ál eða kísil framleiðslu, má búa til tíu störf í hugbúnaði eða annarri hugvitstækni.

Við áttum okkur ekki á því - enda umræðan oft að villa okkur sýn - að hvert slíkt starf krefst mjög lítillar yfirbyggingar og eingöngu snjallra hugmynda og haganlegra útfærslna.

Ég tel að Hreppstjóraklúbburinn hamli því að slík hugmyndavinna geti þrífist hér hjá okkur: Að þróa þekkingarvinnslu sem verði að arðbærri og merkjanlegri* hag fyrir menningu okkar Íslendinga.

* Merkjanlegt er hér yfirfærsla af enska orðinu Branding