15.2.2020 kl. 13:19
Markaðssetning á landflótta
Fyrir langa langa löngu var haft í flymtingum innan Danaveldis að best væri fyrir Íslendinga að fá afhentar Jótlandsheiðar. Þar gætu þeir byggt torfbæi sína, enda hættir að byggja kastala úr orðum.
Hreppstjóraklúbburinn - sem ég stundum nefni Hreppstjórafélagið þegar ég er í góðu skapi - hefur ávallt elskað fólk sem flýr Ísland og heldur á vit grænni haga í útlöndum. Yfirleitt fer með þeim það fólk sem annars væri öflugast að koma okkur út úr torfbæjunum.
Gerðu lista í huganum yfir allt það fólk sem bloggar, gerir hlaðvörp, eða skrifar á Facebook um "ástandið á Íslandi, og hvernig eigi að leysa það" og ég lofa þér að sjö af hverjum tíu eru landflótta aumingjar.
Við hin sem gefum skít í rigningarlausa daga eða öflugra velferðarkerfi eða erum skrýtna fólkið í hverfinu vegna Hóseískra skoðana, við erum að byggja Ísland og við erum að laga það, smámsaman.
Allt pakkið sem vill fá okkur til að flytja til Svíþjóðar, Spánar og Danmerkur, má kvaka fyrir mér, þau eru mörg skemmtileg. Og þó þau séu pakk, eru þau vafalaust allt saman vandað og gott fólk.
Þau eru samt burtflogin hænsni og mega vera það áfram.