11.2.2020 kl. 12:36

Ótti er orkusóun

Ég hef tekið eftir að fólk er mjög hrætt við nýja vírusinn frá Kína. Einnig að engar samsæriskenningar eru í gangi. Að vísu eru samfélagsmiðlar búnir að senda alla samsæringa á brennuna og kasta hinum í ána, svo það er ekkert að marka.

Ég tek hins vegar undir með Dr. Ron Paul, lækninum góða frá Texas; Árlega deyja hundruðir þúsunda fólks úr Inflúensu og það þykir ekki faraldur. Einnig að einkennin á báðum eru sviplík.

Samsæringur myndi þá grípa tækifærið og spyrja; Er eitthvað annað í gangi? Hvað græðir heimssósíalistinn (eða óvinir hans) á þessum svokallaða faraldri?

Svartidauði var faraldur, Spænska veikin (sem hófst með misheppnaðri bólusetningu Amerískra hermanna) var faraldur.

Áður en það hvarf af netinu á síðustu dögum, gægðust fram samsæringagreiningar sem spurðu áhugaverðra spurninga s.s. hvort einhverjar rannsóknarstofur væru í Wuhan af tegund sýklahernaðar?

Ábendingarnar bentu á skrýtnar (horfnar) fréttir af sérfræðingum margra þjóða (í þesskonar) sem komu og fóru um borgina og héraðið í vikunum á undan. Hvergi er talað um að innan viku var búið að setja 60 milljónir manna í sóttkví og girða af. Fólk er svo hrætt og matað að það hvorki spyr sig spurninga né leitar eftir frekari greiningum.

Meirhluti Xinjiangs - þar sem olíulindirnar voru að finnast - hefur verið meira og minna í herkví í áratugi og margir benda á þjóðernishreinsanir þar. Kína er orðið tölvustýrðara en Sovéska Alþýðulýðveldið Ísland, og á marga lista.

Hér er meira gefið í skyn en ég þori að segja - leiður á að vera skammaður fyrir efahyggju um ástríki okkar frábæru leiðtoga og kenningafræði þeirra og gloppótta sagnfræði - en ég efast. Afsakið þvermóðskuna.

Bendi samt öðrum þverhausum á tvennt varðandi tengda frétt - og má skamma mig fyrir það - Geneva heitir Genfar á Íslensku (held ég, kannski mun mbl leiðrétta það) og tilgátur um að 60% mannkyns geti smitast af Kórónaðri Inflúensu er hreinræktuð samsæriskenning, sem skelfir óstöðuga að óþörfu.

Fólk veit að hætta er á flensufaröldrum og að þeir geta verið skaðlegir. Fólk veit að það þarf að þvo sér um hendurnar. Margir afgreiðslustaðir hérlendis eru búnir að setja upp handspritt við innganginn.

Endurtek fyrirsögn pistilsins; Ótti er orkusóun og yfirvegun í æðruleysi er sæmd.