4.2.2020 kl. 13:31
Af sósíalískum góðborgurum
Í fáein ár hef ég haldið því fram að það sé enginn Íslendingur til lengur og þá í þeirri merkingu að sú frumspeki sem Íslenzk þjóð notaði til að skilgreina sjálfa sig er horfin úr vitund nútímafólks á Íslandi.
Fyrir einni kynslóð - sem er hálfur mannsaldur - voru þúsundir fólks sem skilgreindu sig sem Íslendinga s.s. í Kanada, Ástralíu og jafnvel Brasilíu, svo þrjú dæmi séu tekin. Þetta var fólk sem skildi þá frumspeki sem nú er horfin.
Fólk sem er fætt á Íslandi síðustu fjóra áratugina eru allir Íslendingar, samkvæmt sósíalískri heimsmynd, hvort sem þeir eru með Tælensk eða Pólsk gen - að öðrum genafamilíum ólöstuðum. Í þessum hópi eru þúsundir Íslendinga sem ekki mæla á Íslenska túngu.
Stór hópur fjölmiðla- og stjórnmálafólks heldur að gagnsætt sé hið sama og gegnsætt, sumar orðabækur eru því sammála. Merkingarlega er mikill munur á að sjá til gagns eða sjá í gegnum. Sama er uppi á teningnum þegar þau halda að hatursegð sé hatursorðræða.
Tugþúsundir nú-Íslendinga kunna stafsetningu, jafnvel setningaskipan, en enga Íslenzku. Allt kann þetta fólk pólitíska og menningarlega rétthugsun.
Íslendingar notuðu í gegnum áratugina orðið góðborgari sem háðsyrði og mátti túlka merkingu háðsins á marga vegu. Sem vekur í mínum huga upp áhugaverða spurningu varðandi viðhengda frétt. Var ritstjórinn meðvitaður um muninn á Íslenzku og Íslensku þegar hugtakið var sett í fréttina?
Það er til fjöldi fólks í menningarlífinu, þar á meðal innan fjölmiðla og stjórnmála, sem kunna muninn á því sem hér er útskýrt og gefa það til kynna með ýmsum hætti. Rétt eins og gert var þegar fólk setti háð og menningarrýni á milli lína eða gaf til kynna með táknmáli sem fólk af þjóðinni skildi en þjóðin ekki.
Ég veit ekki hvað er átt við með setningunni "fjallar um úrkynjaðan og siðspilltan lífsstíl manna úr" einhverri stétt. Hugtök á borð við úrkynjun og siðspillingu eru frumspekilegs eðlis með mis-skilgreinda snertingu við veruleikann.
Siðfræði er sú fræði að skilgreina og velja (eða ákveða) hvernig frumspekilegar hugmyndir séu túlkaðar yfir í hegðun og samskipti, sem aftur er notaður sem grundvöllur undir félagshóp eða þjóðflokk (Tribe), sem aftur mótar grundvöll fyrir þjóð.
Þjóð er, samkvæmt rótföstu menningarviðmiði, hópur fólks sem deilir sömu heimssýn og hefur getu með orðum eða myndum til að tjá mismunandi túlkanir þessarar sýnar yfir í hegðun, afstöðu og samskipti, og þannig myndast þjóðin.
Til einföldunar skulum við snúa fyrrgreindri setningu upp á annan hóp en viðhengda fréttin bendir á og segja "fjallar um úrkynjaðan og siðspilltan lífsstíl manna úr sósíalistaheiminum."
Fólk í fjármálaheiminum - rétt eins og fólk í byggingaheiminum - starfar í umhverfi sem meðhöndlar fjármál en hinir starfa í umhverfi sem meðhöndlar húsbyggingar og viðhald. Hvorugur "heimurinn" snýst um heimssýn eða heimsmynd. Hvorutveggja er verkfræði.
Sósíalistar og öfgasósíalistar (kommúnistar) tilheyra hins vegar "heim" sem er myndbyrting ákveðinnar heimssýnar. Heimssýn er angi innan frumspekinnar rétt eins og siðfræðin, sem túlkast yfir í heimsmynd í veruleika.
Í fjármálalífi (sem er fjárverkfræði) og stjórnmálalífi (sem er hluti af þjóðfélagsverkfræði) starfa margir sósíalistar í ýmsum klúbbum. Allir sósíalistar deila sömu heimssýn (sem er afbrigði af heimssýn Húmanismans) en mismunandi sósíalistaklúbbar birta eða túlka heimssýn sína í mismunandi heimsmynd.
Sósíalistar leynt og ljóst vinna að framgangi og vexti síns "heims" og beita til þess alls kyns tólum. Sú heimspeki sem algengast er að nota er kennd við "Frankfurt School of social theory and critical philosophy."
Ég hef ekki séð þessi hugtök þýdd ennþá svo vel sé, svo ég biðst velvirðingar: Frankfurt skóli samfélagskenningar og gagnrýninnar heimspeki." Stundum eru notuð orðin "radical social theory" sem mætti útleggjast sem; Róttæk samfélagskenning.
Mjög stór hópur sósíalista á vesturlöndum - og víðar í heiminum - hefur unnið leynt og ljóst að því að framfylgja heimsmynd Frankfurt skólans. Einn af þekktustu stjórnmálaleiðtogum breta, Tony Blair, er einn þeirra sem hefur gert það opinberlega.
Trotskýistar vinna markvisst að því að leggja niður þjóðríkin og stofna eigin nefndir og alþjóðastofnanir sem síðan sjái um stjórn auðlinda og uppeldi fólks.
Frankfurt skólinn er heimspekiskóli sem hófst sem skólastofnun. Þegar fólk aðhyllist ákveðna heimspekistefnu er oft átt við að það aðhyllist heimspekiskóla þó stofnunin sjálf sé horfin.
Áhugasömum lesendum bendi ég á að á vefsíðunni marxists.org má finna ítarlegan lista yfir þá heimspekinga sem mótað hafa aðferðir og hugsjónir þessa heimspekiskóla Marxismans. Um enga samsæriskenningu er að ræða.
Ég hef stundum í flimtingum í myndskeiðum mínum að flestir ritstjórar vesturlanda, stór hópur bjúrókrata og stjórnmálamanna, séu í dag Trotskýistar, leynt og ljóst. Auðvitað er um alhæfingu að ræða, en sé borin saman skrif León Trotsky við hegðun, markmið og heimsmynd margra, kemur í ljós að háðið er beitt.
Eitt af því sem einkennir sósíalismann er ákveðin grunnhyggni og yfirborðsmennska þegar kemur að menningarrýni og merkingarfræði - að mínu mati.
Að flokka fólk í ákveðna "heima" er viss útlegging af því markmiði Marx og hans fylgjenda að um leið og gamla aðlinum var velt af stalli (sem var lokið 1920 með dyggri aðstoð aðalsins) er búið til nýtt aðalsskipulag (Cast, Class).
Í heimi sósíalistans er fólk sett í mismunandi aðla eftir því hvaða fag það vinnur við, hvar það er fætt, eða hvað það hefur skrifað einhversstaðar, og má t.d. skrattakenna (Deomonize) fólk ef það segir vissa hluti eða skrifar.
Annað sem þetta fólk gerir er að það virðir að vettugi dýpri (og oft frumspekilega) merkingu málsins og jafnvel skrumskælir og endurmerkir orð sem menningin hefur notað öldum saman til að tjá og túlka merkingu.
Besta og e.t.v. einfaldasta dæmið er Nýfrjálshyggja. Erlendis var lengi notað orðið Libertarian sem hugtak fyrir Íhaldsfólk sem ekki vildi nefna sig Íhald (Conservative). Sem er svipað og þegar Sósíalisti vill ekki nefna sig Kommúnista.
Þá komu nemendur Frankfurt skólans og uppnefndu fólk úr eigin röðum sem Liberal, og þannig var yfirskyggð merkingin Libertarian. Þessi merkingarflækja er til hérlendis en festi ekki almennar rætur. Á sama tíma (upp úr 1960) bjuggu sósíalistar til hugtakið Nýfrjálshyggja (Neo-Conservative) í sama tilgangi og festi það rætur hér.
Margskonar önnur dæmi mætti tína til, en það væri utan viðfangs (Scope) þessa pistils.
Þegar frumspekileg merking málsins ryðgar og dofnar, minnkar rótfesta fólks meðal þjóða og þjóðflokka og þegar fólk hefur verið alið upp í tvær til þrjár kynslóðir af kennurum í ríkisskólum og meirihluti ráðinna kennara eru sósíalistar með grunnhyggnar heimsmyndir, minnkar rótfesta fólks í hugsun og sjálfskenningu (self identity).
Þá er stutt í að hægt sé að róta upp í menningarheimum með róttækum samfélagskenningum og draga það út í aðals-dilka og síðan stefna þeim þannig að þeir stími hver á annan. Ótal mörg dæmi er um hvernig þetta er gert.
Fyrir menningarrýnendur sem hafa vald á merkingarfræði og hlutbundnum greiningaraðferðum, hafi þeir engan annan tilgang en að hafa ofan af fyrir sjálfum sér og öðrum, gefur þetta mergð tækifæra til að greina og benda á. Hafi maður ekkert annað áhugamál, þarf manni aldrei að leiðast.
Eitt af því sem fólk elskar, eru kjaftasögur (Anecdotes) og þegar ríkismiðlar, sem gætu verið Norskir, Breskir eða Íslenskir, velta sér upp úr kjaftasögum og Trotskýista áróðri (en sósíalistar elska að vinna fyrir guðinn sinn, ríkið), þá er auðvelt að búa til allskyns þvætting og kalla það fræðsluefni.
Ef fólk meðal almennings er hins vegar orðið þreytt á verkfræðinni og sér í gegnum áróðurinn. Segjum t.d. að fleiri en ég fatti að Hrunið 2008 var alfarið hannað, ræst, og markaðssett, af Keynesian Trotskýistum, þá þarf fleiri tól til að vekja athygli á verkfræði á borð við þá sem tengd frétt vísar til.
Ein aðferð er sú að fá tvo (félagsskráða) aðila til að skrifa kvörtunarbréf, kalla þá Góðborgara, og síðan birta frétt um að fólk meðal almennings hafi kvartað yfir einhverju. Þar með er kvörtunin sjálf orðin að fréttaefni og forvitni fólks er vakin og það tekur ef til vill ekki eftir því að hugtakið fjármálaheimur er marxískur áróður.
Kapítalismi er - sjáðu til - hugtak búið til og markaðssett af Marxistum. Fjármála verkfræði er hvorki heimsmynd né heimssýn.
Þar fyrir utan eru ríkustu menn fjármálalífsins í dag, Warren Buffet, George Soros, og Bill Gates, alltsaman sósíalistar sem styðja verkfræði Frankfurt skólans (að því er mér hefur sýnst) en eru aldrei greindir eða atyrtir af fjölmiðlafólki Trotskýismans.
Ekki einn einasti vestrænn blaðamaður hefur dirfst að rekja hvaða sósíalistar hafa grætt heilu gullnámurnar á áróðri um Hamfaraveðurfar eða á ruslflokkun og endurvinnslu. Hvergi er flett ofan af forystufólki Sósíalismans sem á milljarða í allskyns skjólum. Enginn tók eftir að þegar Kínverskur Trotskýismi fór að hafa áhrif á vinstri stjórnmál (og fjölmiðla) á vesturlöndum gerðist tvennt:
Stáliðnaður heimsins flutti til Kína og Evrópa reisti Kínverskar vindmyllur (sem rústa fuglalífi) og Kínverskar sólarsellur, meðan WB og GS fjárfestu í öllu saman, og á meðan þessi sömu stjórnmál stúta einkabílum og flugvélum fjárfesta þeir í járnbrautakerfum fyrirfram.
Engin greining birtist almenningi á neinu því sem hér er framsett, hvorki merkingarfræðinni né veruleikanum sem túlkast upp úr henni.
Við sem leyfum okkur að grúska í þessu, erum bara skrattakenndir samsæringar. Staðreyndin er þó sú, að það eru stöðug átök í gegnum alla mannkynssöguna á milli klúbba sem leynt og ljóst aðhyllast mismunandi heimsmyndir, þegar hinn upplýsti almúgi lætur spila með sig, heppnast öll þjóðfélagsverkfræði og í átökum milli verkfræðiskóla verður fólk að auðsveipum gjaldmiðlum.