3.2.2020 kl. 16:11

Af plast vitleysu - Leiðrétting

 Glöggur lesandi tók eftir að í síðustu færslu minni - Af plast vitleysu - fór ég með ótrúverðugar tölur. Á þeim tveim (eða þrem) árum síðan ég vigtaði plastpoka og tóma skyrdós, hafði þyngdin tífaldast í huganum.

Þó hef ég aldrei stundað laxveiði.

Í morgun, 3. febrúar 2020 - fékk ég að vigta þrenna plastpoka, eina hrásalatdós og tvær skyrdósir - allt tómar umbúðir. Einn plastpokanna, grænn að lit, er úr gamla plastinu (en örlítið efnisminni en sá sem ég vigtaði síðast) en hinir úr leysanlegu.

Biðst ég velvirðingar á þessum mistökum um leið og ég þakka ábendinguna. Meðfylgjandi eru myndir af vigtuninni sem fram fór á löggiltri vog.

 

Photo5697

 

Photo5698

 

Photo5699

 

Photo5700

 

Photo5701

 

Photo5702

 

Sem fyrr eru eigendur vörumerkja beðnir velvirðingar og sendi þeir kvörtun verða myndirnar fjarlægðar og texti settur í staðinn.

Ég vil nota tækifærið og benda á að sé pokinn sem ég vigtaði á sínum tíma (og ég man rétt að hann var jafn þungur og skyrdósin) margfaldaður með milljón, og ef við tökum leysanlega pokann sem er 22 grömm og margföldum með milljón, þá er talsverð aukning efnis sem hér er búið að leiða í lög.

Til er fjöldi erlendra greina - og fræðslumyndskeiða - sem sýna fram á að leysanlegu pokarnir séu síst minna slæmir fyrir umhverfi og náttúru og hinir - á þó eftir að grúska í því sjálfur.