1.2.2020 kl. 12:40

Af plast vitleysu

Um leið og "hið heilaga kommúnistaríki" bannar notkun á plastpokum og plastskeiðum, gerist viss dyggðamerking (Virtue Signalling) eða dyggðagrobb sem á meira skilt við pólitískan rétttrúnað og hópdáleiðslu en heilbrigða skynsemi.

Venjulegur innkaupapoki er 170 grömm, svo er einnig tóm skyrdós undan 500 gr. skyri. Þetta hef ég vigtað en hef ekki vigtað dós undan hrásalati (Coleslaw), hins vegar kemur hvergi fram í umræðum hversu mörg plastílát eru í þrem fullum innkaupapokum hjá hefðbundinni húsmóður.

Ég bið femínista afsökunar á framangreindri setningu.

Óþarfi er að fara nánar ofaní þá vitleysu að núna má ekki bjóða litlu gegnsæju pokana á afgreiðslukassa og séu þeir notaðir undir epli þarf að borga fyrir þá (sem er reyndar aukaatriði, en óþarfi að setja í lög).

Tökum fyrir bönnuð sogrör. Borgarar ríkja á borð við Kaliforníu gera unnvörpum grín að því að um leið og þeim er bannað að fá sogrör með drykkjum, eru sett lok á drykkina - svo hægt sé að sötra af þeim - sem eru plastfrekari en sogrörin.

Tökum fyrir mjólkurfernur með tappa - aftur með fullri virðingu fyrir vöruframleiðendum - en plasttappar á mjólkurfernur eru hreinn óþarfi. Hugvitsamleg hönnun mjólkurferna án tappa er snilldarleg, hvernig þú getur með einu handtaki opnað hana og eftir það lokað fernunni aftur.

Tappinn er auk þess stórhættulegur börnum og húsdýrum.

Á mínu heimili hefur myndast sú hefð í gegnum árin að heimilisdýrin fá að hreinsa fernur að innan en til þess að það sé þeim hættulaust - en tappinn getur setið í þeim eða þau fest tennur í plasthringnum - þarf ég að klippa af fernunni flapann þar sem tappinn er.

Ég fullyrði að það sé meira af plasti í tappanum og gengjuhringnum en í einu sogröri eða einni plastskeið.

Aftur tek ég fram að þetta er ekki gagnrýni á þá framleiðendur sem nota plastílát eða pappafernur til að markaðssetja þær vörur sem ég kaupi.

Ef ég gæti keypt súrmjólk eða ab-mjólk heimilisins í tappalausum umbúðum þá myndi ég frekar gera það, en það er ekki í boði og það hvarflar ekki að mér að skrifa framleiðendum (eða blogga) í hvert sinn sem minni sérvisku mislíkar eitthvað smáatriði.

Þegar hins vegar Þjóðríkið setur heimskuleg lög um plast, sem í engu taka á notkun plasts í heiminum, auk þess að vera stjórnfrekjuleg afskiptasemi um málefni sem ekki kemur inn á afskiptalén ríkis, þá hlýtur maður að gera grín að elítunni.

Það er eitt hugtak í þessu samhengi sem oft er notað erlendis; Plasticity of Culture. Ég kann ekki að þýða það en plast er hugtak yfir "fljótandi efni sem storknar, og má í leiðinni móta." Þegar vitund - almennings eða elítu - breytist úr fljótandi greind í storknaða greind sem mótast í flónsku, þá erum við komin á vondan stað.

Ég vil til dæmis benda á að IPCC birtir aldrei mælingar, heldur einungis áætlanir úr takmörkuðum tölvulíkönum. Að plasteyjan á Kyrrahafi er ekki til og að súrnun sjávar er efnafræðilega útilokuð.

plast01 plast02 plast03

 

Myndanotkun þessarar færslu

Ég nota samsettar myndir í þessari færslu, þar sem þekkt vörukerki koma fyrir. Ég vona að eigendur viðkomandi vörumerkja sjái í gegnum fingur við mig - í engu er ætlun mín að gagnrýna þessa framleiðendur eða skekkja sýn á vörur þeirra.

Verði ég beðinn að fjarlægja myndirnar, geri ég það umsvifalaust.

Á þeim vefsíðum þar sem ég viðra skoðanir mínar viðhef ég þá reglu að engar ljósmyndir eru birtar nema ég eigi þær sjálfur. Fólk tekur ekki eftir þessu alla jafna og margir bloggarar eru kærulausir í þessu efni. Samanber: hundasport.is, nalgun.is, hreinberg.is og logostal.com.

Á Facebook víkka ég út þetta viðmið enda að vissu leyti um öðruvísi miðil að ræða og er ögn kærulausari hvað varðar notkun á myndum sem aðrir notendur hafa í flimtingum og/eða varðandi myndir sem fólk togar af fréttamiðlum og notar þá til að gagnrýna elítuna (sem ekki er vanþörf á, myndu sumir segja).

Höfundarréttarmál eru vandmeðfarin. Maður vill bera virðingu fyrir höfundarrétti á mynd- og textaefni, en ekki er alltaf augljós markalínan á milli hvar skuli afdráttarlaust höfundarverja annars vegar og þegar eitthvað verður sjálfkrafa eign þorpsins og á erindi uppá sápukassann.

INNSKOT - 3. febrúar 2020:
Í ljós kom að ég fór rangt með vigtunartölur, læt þær standa í textanum en
 bendi á næstu færslu með leiðréttingum.