28.2.2015 kl. 12:18

Þegar silfurskeið keisarans fellur af borðinu

Fáir sem lesa mannkynssögu með gagnrýnum og forvitnum huga bera virðingu fyrir Lýgveldinu í Vesturheimshrepp. Íslenzka þjóðin hefur löngu áttað sig á veruleika hins vitfyrrta nútíma sem við búm við þó Íslenski umskiptingurinn sé stjarfdáleiddur enn.

Ég hafði næstum því sagt „lifum við“ en getum við kallað framkomu vestrænna Lýgvelda við fólk, og þann veruleika sem heilaþveginn múgurinn býr við, líf?

Það er ekki fréttnæmt að starfa í einu húsi frekar en öðru og alls ekki húsi sem á sök á verstu og stærstu stríðsglæpum sögunnar. Enginn hugsandi maður - eða kona - montar sig af að hafa unnið fyrir valdstjórnir sem ljúga að fólki, drepa fólk, eða njósna um borgara sína.

Því við erum að lýsa fasistaríkjum - kannski fjölflokkafasisma en fasismahegðun engu að síður. Tengd frétt er ekki sæmandi í fréttamiðli en passar vel inn í áróðursvél. Líttu að gamni á frakkann hennar og spurðu hvað hann kostaði?

Manstu hvaða skammstöfun er notuð á ensku fyrir Þjóðaröryggis stofnun Bandaríkjanna?

Að endingu set ég tengil í grein á Wikipedia um stríð Vesturheimshrepps hins nýrómverska heimsveldis. Greinin birtir lista yfir styrjaldir hreppsins sem varað hafa í 214 ár þeirra 235 sem hreppurinn hefur verið til.