3.11.2019 kl. 21:24
Af áður óbirtum athugasemdum á blogginu mínu
Ég var að rekast á að þó nokkuð hafði safnast upp af ósamþykktum athugasemdum í stjórnkerfi bloggsins míns hér á blog.is og er nú búinn að samþykkja þær allar.
Ég hafði steingleymt að sú stilling var virk á síðunum mínum að athugasemdir myndu aðeins birtast ef ég samþykkti þær. Ég hef nú breytt stillingunni í að leyfa allar athugasemdir.
Á tímabili var það þannig að stór hópur fólks, sem ekki lærði kurteisi í skóla né heldur hjá foreldrum, fór hamförum í hvert sinn sem ég leyfði mér einhverjar opinberar skoðanir, svo fyrrgreind stilling var virk til að minnka svöðusárin.
Ég er á móti ritstýringum og bið þá afsökunar sem ritað hafa athugasemdir við færslur hjá mér en þurft að bíða lengi eftir birtingu. Um yfirsjón var að ræða. Það gefur þó auga leið að dónaskapur verður ekki liðinn.