10.2.2015 kl. 06:06

Íslenska lögreglan má skjóta þig

Lögreglan er búin að sanna vilja sinn til að beita þjóð sína ofbeldi og ríkiskerfið sem greiðir henni laun styður það álit. Ef þetta er það sem þjóðin vill þá hún um það.

Sá tími er kominn að ríkisvaldið hefur sýnt sitt rétta andlit og þjóðin virðist beygja sig undir þá grettu. Á Íslandi gengur í dag morðingi laus,  með samþykki valdboðunar að ofan.

Sjálfur er ég hrifinn af þeirri göfugu Íslenzku hugsun feðra minna og mæðra að á Íslandi séu ekki borin vopn í nafni ríkisvalds og að Lýðræði sé heiður okkar sem þjóðar.

 

Hugsun beins lýðræðis var véluð frá okkur af Noregi 1264 og Danir rændu henni 1662, klíkan sem þeir ólu upp hér sviku hana 1918 og lugu af okkur sumarið 1944. Því rís Þjóðveldið aftur; ekki því ég vilji það, heldur því embættisskríll Íslenska Lýðveldisins er ekki sama fólk og Íslenzka þjóðin.