9.10.2019 kl. 17:49
Tyrkir þekkja eigin heimshluta best
Ég hef aldrei séð utanríkisráðherra Katrínar Stalínskæju koma með neina yfirlýsingu um utanríkismál sem ekki hafa fyrst fengið vottun í Pentagon - eða í það minnsta verið í sama anda og þeirrar stríðsglæpamaskínu.
Af öllum þeim sem ég ræði við um alþjóðamál - sem allir gramsa djúpt og yfirgripsmikið - þá ber enginn þeirra neina virðingu fyrir utanríkisstefnu Katrínar og samstjórnarmanna hennar úr Sósíalíska Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Brésnéf.
Flestir vita, sem eitthvað hafa grúskað, hvernig NATÓ veldin eiga beina sök á uppgangi og glæpum ÍSIS í Miðausturlöndum. Sömu ríkin, með Bretland, Frakkland og Bandaríkin í fararbroddi, hafa með bæði beinum og óbeinum hætti stuðlað að borgarastríðinu í Sýrlandi.
Einu ríkin sem hafa gert eitthvað raunhæft í ástandinu í Sýrlandi eru Íran, Rússland og Tyrkland. Það eru einnig þau ríki sem hafa beina hagsmuni af að stilla til friðar í þeim heimshluta og hafa í áratugi sýnt ábyrga framgöngu þar.
Ísland, Frakkland, Bretland og Bandaríkin eiga hins vegar stóra sök að máli þegar kemur að stríðsglæpum og dónaskap í þessum heimshluta. Þegar ég verð forseti verður þetta lagað.