28.9.2019 kl. 23:01
Ríkið er trúarbrögð
Það er dálítið sérstakt á þessum síðustu og verstu tímum, þegar sósíalískir kennarar hafa innprentað börnum í þrjár kynslóðir að guðir séu bara abstract hugmynd að nær enginn virðist átta sig á að ríkið er það einnig.
Hins vegar er það lögfræðileg - og merkingarfræðileg - staðreynd að til þess að virkja samþykkt Alþingis um fullan aðskilnað þessara tveggja óhlutbundnu hugmynda, ríkis og kirkju; Þá þarf að rjúfa þing og kjósa nýtt, því þetta krefst breytingar á stjórnarskrá Lýgveldisins frá 1944.
Borgurum þessarar skurðgoðadýrkunar er hins vegar slétt sama um stjórnarskrá, lesa hana ekki og er sama þó hún sé þverbrotin á hverju ári. Síðast en ekki síst, stjórnarskrá er reyndar líka abstract hugmynd byggð upp af frumspekilegum hugmyndum, og enginn ofmenntaðra borgara Feitríkisins hefur burði til að greina það.