12.1.2019 kl. 00:33
Menning án sjálfsvirðingar verðskuldar enga
Fyrir sum okkar sem rýnum í hluti og grúskum í heimspeki, merkingarfræði og menningarsögu - en menning er saga hugsunar - þá virkar ekki setningin „alþjóðlegum, vísindalega viðurkenndum og gagnreyndum aðferðum.“
Hver er alþjóðlegi staðallinn, hver er vísinda akademían, hverjir framkvæmdu gagnrýnina og er þá átt við „peer review“ eða eitthvað annað? Óþarfi er að orðalengja hér hvers vegna þessar spurningar eru bæði fullgildar og að margir eru farnir að spyrja þannig.
Umfram allt er áhugavert við tengda frétt að svar ráðherrans við fyrirspurninni er orðhengilsháttur og útúrsnúningur.
Því spurning þingmannsins - eins og ég skil hana - snýst um siðareglur og þá sérstaklega hvort ríkið hafi einhvern rétt til að efast um fullyrðingar fólks um eigin aldur og hvort það geti leyft sér svo persónulega innrás í friðhelgi einstaklinga sem hér um ræðir.
Þetta er einmitt sú spurning sem mörg okkar og í sívaxandi mæli erum farin að spyrja. Því Húmanistaríkið hefur enga sjálfsvirðingu, lítur á sig sem sjálfsagt og náttúrulegt fyrirbæri og hefur einkarétt á heilaþvætti barna - en heilaþvegin börn lýðsins eiga erfiðara með að spyrja gagnlegra spurninga.
Hversu margir skyldu farnir að átta sig á því að bifreiðagjöld eru tvísköttuð og að þau hafa aldrei farið í vegakerfið og að hálf starfsævi okkar fer í að afla eiganda okkar ríkinu tekna? Ríki sem er starfrækt af háskólaborgurum sem allir eru á sömu bókina lærðir og allir líta á það sem sjálfsagðan hlut að gera sífelldar innrásir í einkalíf okkar og í friðhelgi persónunnar.