4.8.2018 kl. 19:48

Frjóvgunarsektir yfirvofandi

Þess er skammt að bíða að konur þurfa að sækja um leyfir til barneigna. Þá þurfa þær að framvísa menntunargráðu og vottorði heimilislæknis, auk þess sem Frjóvgunarstofa mun hafa allan aðgang að heilsufarssögu, genagreiningu og pólitískri sögu verðandi móður.

Gera má ráð fyrir að sambýliskona - ef einhver er - muni skila inn skapgerðarvottorði og fjölskyldusögu, hvort sem hún er náttúruleg kona eða transkona. 

Að umsóknarferli loknu mun Frjóvgunarstofa velja viðeigandi sæðisgjafa með samhæfðu genamynstri konunni til handa. Konur sem sniðganga þetta ferli og verða þungaðar á eigin forsendum með aðstoð náttúruvals verða skyldaðar til að koma með börn sín vikulega í læknisskoðun til átján ára aldurs að viðlögðum sektum.

Bjúrókratið elskar þig, alla leið. Sníkjudýrið er hýsillinn.

Nú kann framanritað að hljóma gerræðislegt og miðað við skoðanir okkar flestra algjör og helber vitleysa. Þó er ekki um samsæriskenningu að ræða heldur niðurstöðu áralangrar greiningar á menningarástandi okkar áhugaverða samtíma.

Áhugaverðast er hversu mörg blogg birtast við pólitískar fréttir sem engu skipta en engar athugasemdir við hið raunverulega samsæri, sem hér er dulkóðað; Samsærið um hugann.