16.7.2018 kl. 23:35
Líklega eru engir elítukrógar á leiðinni
Ég man eftir sögu sem sagði mér Íslenzk húsmóðir fyrir fáeinum árum - eftir hrun - þegar ættmenni hennar var nýlega búið að hanga fjóra tíma með meiðsli á biðstofunni á slysó, að fyrrverandi ráðherra (S.B) var keyrður í skyndi utan úr sveit, settur fram fyrir biðröðina og beint inn til læknisins, með eymsli en ekki meiðsli.
Ég spáði því tvisvar í fyrra (2016) að stutt væri í að þriggja ára tímabil rynni upp að engin börn myndu fæðast á landinu í þrjú ár sem getin væru án aðstoðar hormónalyfja eða glasagerjunar. Sjáum til hvort það rætist.
Það er hins vegar morgunljóst að meðan forstöðumenn Bjúrókratsins fá gerræðislegar launahækkanir, skiptir elítuna engu máli þó önnur mikilvægasta stétt landsins hangi á horriminni. Sjálfur þekki ég hjúkku sem hætti við ljósmóðurnám á byrjunarstigi, þegar hún áttaði sig á að það myndi lækka launin hennar.
Segjum að þú værir á fæðingarstofu langt úti í sveit, og þrítugur læknir segði eitt en sextug ljósmóðir segði annað; Hvoru þeirra myndirðu hlýða?
Hversu mikið hefur bjúrókratið hækkað gjaldheimturöskun á okkur síðustu mánuði í skjóli reglugerða sem eiga enga fótfestu í veruleikanum, aðra en frekju, afskiptasemi og græðgi einskisnýtra snýkjudýra sem hafa smeygt sér inn í öll holrúm eðlilegs lífs og sjúga þar og sjúga eins og blóðsugur með einkaleyfi.
Hversu mörg heimili hefur blessað bjúrókratið hirt af þjóðinni handa einkavinaleigufélögum síðasta áratuginn, oft ólöglega?
Rýni í menningu okkar frá hruni hefur kennt mér að stjórmálafólk og ritstjórar eru strengjabrúður bjúrókratsins og meitlaraklúbbsins en ekki bankanna. Fólk velur viðskipti við bankana en eru tölvuskráð eign embættisfíbblanna.