4.1.2018 kl. 02:17
Herkænskusnillingar takast á
Þeir sem fylgst hafa með Donald Trump frá því hann hóf kosningabaráttuna hljóta að dást að snilld hans. Ekki er svo að ég sé á nokkurn hátt sammála honum í stjórnmálum frekar en öðrum stjórnmálasækópötum.
Ég kann þó að meta snilld þegar ég sé hana og ég hef fylgst lengi með honum og skrásett í vídjóum margar athuganir mínar. Hugsanlegt er að Trump sé næstum því jafn snjall og ég sjálfur en það verður að koma í ljós.
Orðið hugsanlegt er hér aðalorðið, því þó ég sé magnaðasti heimspekingur liðinna alda og aldir á undan samtíma okkar þá reikna ég með að Trump verði fyrst og fremst minnst fyrir eitt.
Þegar maðurinn Dónald Trump ákvað að storma inn á leiksvið stjórnmálanna og ráðast jafnframt inn á flókið refskákborð heimsmálanna, gerði hann sér ljóst að sem maður væri það einstætt afrek út af fyrir sig að verða forseti Nýju Rómar í Washington.
Hann gerði sér einnig ljóst - ásamt þeim sem hönnuðu hann - að starfshættir Benító Mússólíni myndu hæfa sér best. Þetta hef ég skilgreint ítarlega og þá sérstaklega ástæðuna fyrir þessari ímynd, og skrásett í vídjóum.
Ljóst er, ef litið er á manninn og hvernig hann hugsar og starfar, að hann er fyrst og fremst að skapa ækonið Trampolini fyrsti af Washington. Líklegt er að Trampolini annar verði Ivanka dótir hans og margt sem bendir til þess að sú sé ætlunin.
Fyrir mann með starfsferil á borð við Trump þá toppar það ævistarf hans að verða forseti. Að fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna sé einnig Trump, það er eina raunhæfa „næsta skref.“ Það að Ivanka er gyðingur, það er ávísun á að þeir sem ráða í Washington styðja fjölskylduna.
Hver sá sem fylgst hefur með Jared Kushner - eiginmanni Ivönku - síðasta árið, sér betur hvers vegna greining mín heldur vatni. Vil ég nota tækifærið og minna fólk á að Jared Kushner er einn hættulegasti maður tuttugustuogfyrstu aldar, þótt víðar sé leitað.
Steve Bannon er herkænskusnillingur og þú getur treyst einu; Trump og Bannon eru ennþá vinir og að um herkænskubragð er að ræða. Fyrir utan að Dónald er snillingur í að halda sér á forsíðum fjölmiðlanna viku eftir viku - en Bannon er það einnig - þá er eitthvað ryk sem verið er að þyrla upp, hugsanlega til að vernda Kushner en hver veit.
Fyrir þá sem ekki skilja ennþá að um herbragð var að ræða þegar Bannon var rekinn, slengi ég inn frábæru viðtali Charlie Rose við Steve Bannon, sem er hálfur annar klukkutími að lengd. Mæli ég með að menn renni tvisvar í gegnum það til að skilja það til fulls.
Góðar stundir