6.1.2015 kl. 22:04

Heilbrigðiskerfi í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Þegar Alþjóðagjaldeyrisþjóðurinn - afsakið, sjóðurinn - kemur inn í land sem elítan hefur siglt í strand, hefjast björgunaraðgerðir elítunnar en ekki fólksins. Allir sem lesið hafa um slík mál og fjallað um, hafa bent á þetta.

Síðustu sex til sjö ár hafa allar slíkar spár ræst. Ein þeirra er á þá lund að heilbrigðiskerfi sem bjóði upp á ódýra og jafnvel fría læknisþjónustu skuli aðþrengt sem mest og helst þröngvað út í einkageirann.

Við vitum þetta, bjuggumst við því, og vonuðum að þetta myndi reddast. 

Ein helsta dáleiðslu aðferð elítunnar, ekki bara hérlendis heldur allar götur síðan Iðnveldisgettóið varð til, hafa snúist um að einangra hugsun einstaklinga, stuðla að grasrótarósamlyndi, og að gera fólk hrætt. Ef fólk sé ekki hrætt við að misssa heimilin sín þá heilsugæsluna.

Við erum búin að missa heimilin okkar og erum við það að missa heilsugæsluna. Reyndar er svo mikill órói í grasrótinni núna - eins og margir geta vottað um - að hriktir í stoðunum og stutt í að upp úr sjóði. Við Þjóðveldisfólk minnum á það hvar sem við komum að þjóðin má alls ekki fyrir nokkur mun missa stillingu sína.

Hér eru tvenn samsæri í gangi. Annað þeirra er partur af þeim spuna sem hófst þegar Sjófurinn kom inn í landið, að reka heilbrigðiskerfið út í einkavæðingu. Hitt samsærið er verulega einfalt. Þegar þjóð er við það að sjóða upp úr, gerðu hana hrædda, því það sefar lýðinn.

Aðeins yfirvegun, samræða og sjálfsmenntun getur séð við þeim klækjum sem ósýnileg hönd skuggavaldsins beitir í gegnum fjölmiðla og elítumafíu til að meðhöndla lýðinn eins og taminn búfénað. Já við erum búfénaður og ef lesandi minn er því ósammála þá er hann örugglega hamskiptur Sjimpansi.

Yfirvegun, samræða og sjálfsmenntun er forsenda þess að hægt sé að vakna til sannleiksástar, heiðarleika og sjálfshvatningar. Þetta eru þeir þættir sem styðja við skapandi hugsun og virðingu manna á meðal.

Ef læknar geta ekki sinnt heilunarstarfsemi nema fá launahækkun og betri kjör, þegar vitað er að þeir eru meðal hátekjufólks, þá liggur í augum uppi að þeir völdu sér starf í auðgunarskyni en ekki af áhuga á heilun.

Viltu frekar meðalagjafa sem er að græða á meðalagjöfinni eða viltu heilara sem grúskar í hverju því sem að haldi getur komið til að hjálpa þér að finna heilun og heilsusamlegt (fyrirbyggjandi) líferni?

Kannski ættum við að endurbyggja okkar eigið heilbrigðiskerfi og afskrifa sloppklædda kapítalistana? Í kjölfarið gætum við endurreist beint lýðræði og komið okkur út úr dáleiðsluspununum.

Í ár borgar Ríkiskerfið - sem í orði kveðnu tilheyrir þér - um 80 þúsund milljónir í vexti af lánum. Lánum sem voru tekin án þess að spyrja þig leyfis og þú greiðir af. 

Nýverið kom frétt frá Seðlabanka Ríkisins - sem í orði kveðnu er sjálfstæður og ekki á mála óséð peníngavalds - þess efnis að nú sé nærri því búið að greiða Sjóðnum í topp. Neðanmáls í sömu frétt var minnst á að fjármagnið kom frá útboði. Mánuði fyrr var smáfrétt um gjaldeyrisútboð Seðlabankans.

Tók einhver eftir yfirfærslunni og spunanum?