19.11.2017 kl. 22:03
Meginmiðlar dásama framhjáhöld
Ég var alinn upp í veröld þar sem heimssýnin og ákvarðanir lífsins byggðu á ábyrgri afstöðu til sjálfs sín og annars fólks. Nú er öldin önnur og fólk hvatt til að æða til hægri og vinstri eftir því hvernig óábyrgar tilfinningar þess storma.
Ef gildin sem gerðu menningu okkar sterka þurfa rökstuðning gegn því moðryki og yfirborðsþvættingi sem er eins og gröftur undir yfirborðsfágun samtíma okkar, þá er ekki hægt að stöðva snjóboltann, sem margir sjá að er lagður af stað.
Mér er alveg sama hvort einhver heldur framhjá með sama kyni eða hinu kyninu; það eru samt óheilindi gagnvart öllum aðilum sem að málinu koma, og grefur undan samfélaginu.
Þess utan má efast um hvort fólk sem fer í sambúð og eignast börn - en kemur síðar úr felum - sé yfirleitt samkynhneigt eða eigi við einhvers konar geðklofabilun að stríða, en við skulum ekki særa neinar ofmenntaðar samtíma-tilfinningar.