5.1.2015 kl. 16:06

Tölvur stjórna steinrunnum hugum

Bók mín „Varðmenn kvótans“ er óþekkt í menningu samtímans af mörgum ástæðum. Fyrsta ástæðan er líklega sú að hún fjallar um tækniveröld sem steinrunnum hugum samtímans finnst of tæknileg - eða líklega of tæknileg.

Næsta ástæða er líklega sú að hún ýtir all hressilega við hugsunarhætti stofnanakerfis landsins okkar sem er eins og allir vita hinn heilagi kaleikur hinnar spilltu elítu. Við erum alin upp við að trúa því að embættisfólk og starfsmenn þess hljóti að vinna eftir faglegum ferlum og faglegri ábyrgð, og vei þeim sem ber þeim öðru á brýn.

Þriðja ástæðan er líklegust en hún er sú að ef meginmiðlar segðu þér af henni þá myndi elítan þurfa að svara erfiðum spurningum varðandi kvótakerfið sem er bankakerfi LÍÚ en var eitt sinn grunnurinn að auðlegð þjóðar okkar. Því minni fagumfjöllun sem þjóðin fær um það sjúklega ástand sem varir í hugsun LÍÚ og þjóni þess Hafró, því betra fyrir skuggavaldið.

Fjórða ástæðan gæti verið langsótt en hún tengist bæði ástæðu tvö og þrjú. Það er að í bókinni fletti ég ofan af því hvernig samtímahugurinn er í raun siðspilltur.

Í fyrsta lagi er þar lýst hvernig yfirmaður stofnunar - sem er menntaður mannréttinda-lögfræðingur - getur eyðilagt starfsframa undirmanna og samstarfsmenn láta það viðgangast með þegjandi samþykki, oft þeir sömu og áður æddu niður á Austurvöll í Búsáhaldabyltingunni að krefjast afspillingar og sanngirnis.

Í mínum huga er fjórða ástæðan líklegust því ef samfélagið myndi hefja samræðu um almenna siðspillingu í stað þess að trúa því að bara glæpamenn og ofurkapítalistar séu siðspilltir þá gæti lýðurinn vaknað til þeirra fornu gilda sem hún saknar. Ef það gerðist þá myndum við nálgast óspillt samfélag, sem myndi bæði fella elítuna og skuggavaldið af stöllum sínum.

Það er eins með tölvukerfin sem nefnd eru í tengdri frétt; meðan eitthvað er ekki rætt eða rýnt í, getum við haldið áfrm að leika apana þrjá. Við getum þá haldið áfram að vera dáleiddir neytendur og haldið áfram að treysta tölvutrítlinum fyrir tölvukerfinu, stjórnmálamanninum fyrir samfélaginu og prestinum fyrir sáluhjálpinni.

Tökum dæmi: Flestir vilja skella inn stjórnarskrár drögunum frá 2012, ólesnum, til að fella burt stjórnarskrána frá 1944, sem er einnig ólesin. Enn færri vita að til er sú þriðja á nyttland.is.

 

Varðmenn kvótans er hljóðbók sem finnst frítt á vardmenn.not.is. Einnig má finna prenthæft eintak á shop.not.is