28.10.2017 kl. 16:01
Spánsk tímamót sem vert er að spá í
Kosningarnar nýverið í Katalóníu voru ólöglegar. Þar með er sjálfstæðisyfirlýsingin einnig ólögleg. Auk þess, þó yfir 90% kjósenda segðu já, þá mættu bara um 42% á kjörstað og tæplega 60% kjósenda sniðgengu kosningarnar.
Því er það klárt hver vilji Katalóníufólks er og hver lög þeirra eru eða í hvers konar ferli þeir vilja hafa þetta. Til samanburðar má nefna að stjórnarskrá Endurreists Þjóðveldis tiltekur að ef innan við 60% kjósenda mæti á kjörstað, er kosningin ógild og vilji kjósenda skýr í þá veru.
Því er ljóst að Spænska alríkið er að taka lagalega og siðferðilega rétta ákvörðun.
Stóra spurningin er; hvaða öfl eru að hræra upp í fólki og elítum þarna suðurfrá og hver er langtíma tilbangurinn í heildarstjórnmálum Evrópu? Með öðrum orðum, um hvað snýst samsærið?