7.10.2017 kl. 16:53
Rocket Madsen klárlega kolklikkaður
Það er áhugavert hversu fljótur Ægir hefur verið að skila til baka á örfáum dögum því sem hann hefur tekið við. Furðu líkast. Sömuleiðis er stórmerkilegt að enginn rýnir í þá flóknu sögu sem á bak við bæði Madsen og Wall er.
Ég hef rýnt í þessi mál og fyrir mína parta lokið þeirri umfjöllun (á ensku túbunni minni) og fengið áhugavert feedback. Sérstaklega hef ég í kjölfarið fengið góða punkta frá tveim dönskum rýnendum.
Tvennt er sérstaklega áhugavert - en ég er ekki með neina samsæriskenningu - en það er annars vegar hvers vegna þetta mál var tengt við Íslandsbryggju vegna tuttugu ára gamals máls en hins vegar að Kim Wall gekk einnig undir nöfnunum Zhia Lane og Nicole Goddard.
Þetta mál er verulega áhugavert og á því svo margir fletir, sumir flóknir og djúpir en aðrir hreinlega heimskulegir. Fyrir mystíkera og samsæringa er áhugavert að Trampolini talar fjálglega um Rocketman þegar Peter Madsen er venjulega uppnefndur Rocket Madsen.