5.10.2017 kl. 23:48
Áhugaverð þjóðfélagsverkfræði
EVE-Online, World of Warcraft og margir aðrir tölvuleikir eru nú þegar notaðir til að gera tilraunir með vitund og hugsunarhátt fólks. Stór hluti dómskerfisins er nú þegar komið yfir til bjúrókratsins og eru bæði lögspekingar og stjórnspekingar vel meðvitaðir um það.
Þá var reynt nýverið í margfrægum milliríkjasamningum (sem ekki þarf að rifja upp heitið á) að færa dómsvald og lagavald frá þjóðríkjunum til alþjóðafyrirtækja. Nú þegar er verið að taka stærri skref til að færa Gjaldheimtu og sjóðasöfnun þjóðríkisins frá löggjafanum yfir til bjúrókratsins og í undirbúningi er - og þegar byrjað - að hamla því að fólk geti stofnað með sér almenningsfélög eftir hugðarefnum sínum.
Ýmis dæmi eru um að *fulltrúar geti tekið sér týrannísk völd yfir fólki og fyrirtækjum. Nægir að nefna byggingarfulltrúa sem eru nærri því löggjafi út af fyrir sig. Stríðið um lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt er löngu tapað. Heimskerfið sem við búum við er nú þegar í andarslitrunum vegna þess að andi þess er hruninn og kafnaður innan frá.
Því miður er hinn almenni neyslufíkill of upptekinn af að röfla um egótískar skoðanir sínar og æðrast yfir röngum tilfinningum annarra en sjálfs sín til að taka eftir dauðahryglunni. Vissulega eru margir þjóðfélagsverkfræðingar sem átta sig á að útförin er handan við blindhæðina og eru byrjaðir að undirbúa hugsun sem gæti tekið við og sú hugsun eða ídeólógia mun koma mörgum í opna skjöldu.
Helguð eingyðistrú - en það eru fáir í dag sem vita hvað átt er við - er eina heimssýnin sem hefur svar á reiðum höndum við þeirri stöðu sem upp er komin og hafa spámenn hennar reglulega varað við í gegnum aldirnar.
Þegar ég segi að fáir viti í dag hvað helguð eingyðistrú er, þá er ég meðal annars að minna á að öll Trúarbrögð sem gert hafa úr henni reglu hafa breyst í skurðgoðadýrkun og spillingarafl. Hve margir vita t.d. að trú og trúarbrögð eru algjörlega andstæð (diametrical opposites)?
Ekki skal mat lagt á það hér hvers konar boðskap dr. David D. Friedman boðar. Til þess þyrfti fræðilega úttekt og blog-grein er tæplega rétti vettvangurinn. Framlegg hans til umræðunnar er þó vel metið sem umhugsunarefni.