5.10.2017 kl. 17:40

Lýgveldið leggur Lýðveldið niður

Því stærri sem sveitarfélögin eru því auðveldara er að miðstýra þeim bak við tjöldin eða fyrir opnum tjöldum eftir því hvort stutt er á beina hagsmunarofa í misspilltum hugum stjórnmálafólks sem þrífst á múgsefjun (populisma) eða í gegnum misgáfað embættislið sem staðist hefur mörg próf. 

Mun erfiðara er að miðstýra og siðspilla samfélagi þar sem héruðin eru mörg og smá og borgarinn á auðvelt aðgengi að elítunni.

Svo vitnað sé í Yuri Bezmenov „social workers are more interested in their paychecks than social justice“ - en þeir sem grúskað hafa í Yuri, þá lýsti hann samtíma okkar í smáatriðum, en það var fyrir tæpum þrem áratugum.

Þjóðfélagsverkfræðin þrífst einmitt á annars vegar innra siðleysi og gildum á útsölu en hins vegar á sjálfsblekkingu hins ómeðvitaða skríls. Stríðið um siðað samfélag er löngu unnið en stíðið gegn siðblindu er löngu tapað. Maður verður þó að malda í móinn.