29.12.2014 kl. 04:19

Þeir sem móta huga þinn vilja vita allt um þig

Upp úr 1990 var orðið ljóst að tölvubyltingin næði lengra en inn í skýrsluvélur ríkiskerfa heimsins. Augljóst var eftir um það bil áratugs þróun að tölvur yrðu komnar á armbandið eða í gleraugu fólks á tveim til þrem áratugum.

Manstu hvernig tölvuvæðingin var árið 1995 skömmu áður en fyrstu heimabankarnir urðu nothæfir hjá einstaklingum? Manstu hversu hægvirkt og ljótt Internetið var á þeim tíma, með módemum og lélegri grafík?

Á þessum árum voru ávísanaheftin tekin af fólki og allir fengu plastkort, sem í dag eru notuð við 96% allra viðskipta. Þú sérð ekki lengur penínga, Meniga veit allt um eyðsluna þína, Íslandslykillinn miðtengir allar upplýsingar um þig.

Þú sérð það ekki lengur en tölvur eru sífellt að skoða þig, rýna í þig, skrá þig, njósna um þig og mynstra þig; og það er orðið álíka eftirtektarvert og klósettpappír. Fáránleg samtenging? Maður tekur ekki eftir því sem er ómarkkverkt.

Vissir þú að allar tölvuskráningar og millifærslur bankakerfisins fara í gegnum Reiknistofu Bankanna? Vissir þú að Advania geymir og skrásetur 90% af opinberum gögnum landsmanna?

Vissir þú að enginn opinber staðall er til um gagnageymd eða gagnaöryggi á landinu? Vissir þú að ekkert gegnsæi er á tölvuvæðingu kerfisins sem stjórnar þér og á þig.

Vissir þú að til samsæri sem segir að til sé erlendis með fulltrúa hérlendis sem fylgist með hversu vel gengur að tölvuhlekkja lítið einangrað land, eins og í lítilli tilraunastofu. Landi þar sem hver einstaklingur er mynstraður í gagnabönkum Íslenskrar Erfðagreiningar - fyrirtækis sem er með í vinnu nokkra skattakónga landsins.

Viltu hafa áhrif á þetta?

Hafði náttúran svona samfélag í huga þegar við þróuðumst? Lífveru sem girti sig af inni í gerviheimi tækni og styrjalda sem gengju fyrir gervifé. Lífveru sem er sama þó mengun hafi áttahundruðfaldast á fimmtíu árum og sjór er tekinn að hækka um tommu á ári. Það þýðir að eftir tíu ár verður vatnsborðið hækkað um þrjátíu sentimetra eða meira.