21.9.2017 kl. 20:57

Sumt má ekki ræða í skírnarveislu

Í fyrra varð skyndikosning eftir að einbeittum áróðri var beitt til að fella ríkisstjórn. Myndun nýrrar stjórnar var þó engin skyndiskírn heldur tók hátt í jafn langan tíma og hún sat. Þegar sú stjórn var felld, var sömuleiðis undangenginn slunginn áróður með sömu sálfræði en öðru viðfangsefni.

Ekki sést alltaf í daglegu amstri í gegnum sálfræðifléttur og spuna eða hvort hugsanlega sé eitthvað annarlegt að baki eða dýpri tengsl við eitthvað óséð. Þó verður maður stundum að spyrja sig, þegar maður sér svo augljóst mynstur á stuttum tíma, hvort eitthvað sé að gerast sem okkur sé hulið.

Ekki var ætlanin að ympra á samsærisröskuninni. Æltunin var að benda á að fyrir stjórnarslit var oft bent á hækkun díselskatta og annarra rukkunarliða sem læðast í gjaldheimtukörfuna. Oft fylgir saman áfengi og tóbak þegar bifreiðakostnaður hækkar. Burtséð frá áróðursþvættingnum sem er notaður frá ýmsum hliðum til að réttlæta gjaldheimturöskun elítunnar. 

Ætlunin var að gera grín að því, núna rétt fyrir skyndiskírn nýs kosningaspuna, að líklega verður ekkert rætt um gjaldheimturöskun næstu sex vikurnar eða svo, því bæði vinstri og hægri er helsjúkt af röskuninni og þó við höfum fengið greiningu eru fá úrræði.

Það skiptir því engu hvaða ríkisstjórn verður mynduð. Sjálfstæðisflokkur og VG eru næstum því alveg eins flokkar. Það er smámunur á hvernig reglugerðablætið þeirra birtist og smámunur á því hvernig afskiptasemi þeirra holdgerist - sem oft nefnist Messíasarkomplex. Hins vegar hentar þeim vel að þykjast óvinir útávið.

Allir innan elítunnar vita að samkvæmt stjórnarskrá Lýðveldisins er það hlutverk forseta að ákveða fjölda ráðherra, skipta með þeim verkum, og stofna (og stýra) ríkisstjórn. Að Ríkisstjórn og Alþingi á ekkert sameiginlegt. Annar aðilinn framkvæmir lög en hinn setur lög (en fellir aldrei ólög).

Það var ekki ætlunin að minnast á Úlfahópinn í þessari færslu. Þótti rétt að benda á að staðið var við það.