11.9.2017 kl. 21:18

Dulin gjaldheimturöskun kerfisins

Því minna sem landsmenn neyta fæðu sem hægt er að framleiða með innlendri næringu, því meira munu landsmenn neyta fæðu sem framleidd er með innfluttri næringu. Sem dæmi þá eru svín og fuglar alin á innfluttri næringu en nauta- og lambakjöt á innlendu.

Hin heilaga þrenning ofríkisins, Akademískir kreddusmiðir, Afskiptasamir Bjúrókratar og Siðblindir Pólitíkusar, eru máttarstoðir kerfis sem lifir í hömlulausri Gjaldheimturöskun og geggjaðri Reglugerðafrekju. 

Slíkt kerfi fær meira í sinn hlut ef næring er innflutt því þar er hægt að læða inn vörugjöldum, aðflutningsgjöldum, stimpilgjöldum og tolli, auk virðisaukaskatts og einhverra fleiri gjalda. Allt saman margþáttaður ránsfengur sem við erum hætt að taka eftir.

Ofríkisklíkan sjálf er löngu hætt að muna hvers vegna hún er til eða hvar fyrsta lýgin fæddist. Við hin erum löngu hætt að velta fyrir okkur hvað sé til ráða, enda alin upp í ríkisskólum hinnar heilögu innprentunar og foreldrar okkar hafa ekki lengur skjalavald yfir börnum sínum.

Stríðið er löngu tapað þó fáeinir skæruliðar ráðist stundum hver á annan með athugasemdum.