31.7.2017 kl. 21:08

Á flótta undan vegagjaldinu

Tvennt hefur alltaf verið stolt Lýgveldisbarna, annars vegar vegakerfið og hins vegar heilbrigðiskerfið. Hvorutveggja var réttlætingin á að Lýgveldiselítan stal af okkur sjálfræðinu þegar við slitum okkur frá Dönum.

Nú er elítan að rústa báðum kerfunum en hið þriðja er fullrisið og vex.

Því elítan reisti bjúrókrat sem getur í skjóli reglugerða - og stundum í skjóli tilskipana - gert því sem næst hvað sem því sýnist til að bæði blóðmjólka buddurnar okkar og stjórna okkar daglega lífi.

Ef ég man rétt þá kom bjúrókratið því inn hjá okkur að bannað væri að aka jeppanum út af vegum og í flestum tilfellum utan vegaslóða. Enn hef ég ekki séð neinn hreyfa mótbárum við. Vissulega eru til vegaslóðar sem var óþarfi að móta og vissulega eru til tvö eða þrjú fjöll sem einhver kálfurinn böðlaðist uppá, en meirihluti Íslendinga forðast að skera landið.

Við lifðum af í marga áratugi án þess að bjúrókratið þyrfti að setja ökklaband - eða ökurita - í jeppa landsmanna. Svo lærði bjúrókratið að ef það stýrir innprentun skólakerfisins, elur upp skrýlinn nægilega mikið, þá getur það hert allar þær skrúfur sem því sýnist.

Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem það verður landsfréttamatur að jeppi situr fastur úti í mýri.