28.6.2017 kl. 21:55

Hver er vandinn við vændi

Elítan lætur eins og vændi sé stórskaðlegur glæpur. Stærstur hluti almennings er því sammála. Hvorugur hópurinn hefur þó nokkru sinni getað sýnt fram á að vændi sé alvarlegur glæpur né skaðlegra en aðrar þjónustugreinar.

Vissulega er til vændisfólk sem er í bransanum nauðugt eða til að fjármagna fíkn. Engin raunveruleg mæling er þó til hvort sá hluti sé minnihluti eða meirihluti. Vissulega hef ég séð mælingar frá útlöndum sem benda í báðar áttir.

Yfirleitt eru pólitískir hagsmunahópar tengdir þeim mælingum og þær greinilega ætlaðar að móta viðhorf viðkvæmra. Enginn þeirra viðurkennir vald fólks yfir eigin huga og líkama.

Vandi er að meta hvers vegna nútímasamfélag sem þykist vera laust við tepruskap miðalda og vill vera reist á vísindalegum og húmanískum gildum skuli festa sig í svo þröngsýnu viðhorfi eins og víða ríkir varðandi vændi.

Ýmsar áleitar spurningar leita upp á yfirborðið en nær útilokað er að leita þeim svara. Í fyrsta lagi er almenningur ekki marktækur í umræðunni og í öðru lagi er elítan ekki nægilega hlutlaus. Loks eru menningarvitar of tætingslegir þegar að þessu kemur. Rétt er að rökstyðja þessar fullyrðingar nánar.

Almenningur er alinn upp í skólum sem reknir eru sameiginlega af elítunni og menningarvitum. Skólarnir eru því sem næst hið eina sem borgarar fá frítt frá ríkinu (í orði kveðnu) og eru auk þess skyldaðir í. Auk þess em allt er á sömu bækurnar lært.

Sama skólakerfi er einrátt um innprentun barna (á þeim aldrei sem gagnrýnin hugsun hefur ekki þroskast) og nýtir þann rétt sinn í 1.100 klukkustundir á ári í tíu ár. Slík sauðahjörð ræður ekki yfir hlutlægri (Objective) getu til að ræða vændisvandann og ætti því að halda sig við kjörseðilinn sinn fjórða hvert ár, og athugasemdaþræði til að tuðast í.

Elítan hins vegar samanstendur af einstaklingum sem innan sauðahjarðarinnar hafa örlítið hærri greindarvísitölu. Samanber þá hugmynd að atkvæðum er misskipt ef allir hafa sama atkvæði til að kjósa stefnu samfélagsins en einn hópur hefur greindarvísitölu frá 80 til 120 en annar frá 120 til 180.

Augljóslega er hér misskipt vægi atkvæða og brotið á greindarrétti fólks, svo stórum hluta efri hópsins er smalað í elítuhjörðinna þ.e. þá sem eru ýmist kosnir til áhrifa af sauðunum eða ráðnir til embætta eða í frama innan einkageirans. 

Framangreindir tveir hópar láta báðir stjórnast af blöndu tilfinningalægra (Emotional) og huglægra (Subjective) gilda. Auðvelt er að hafa áhrif á annan hópinn með fyrirsagnafræðum og tilfinningasemi því sá hópur er algjörlega tilfinningalægur (emotional driven) í ætlun (assumption) og ályktun (deduction).

Síðari hópurinn hefur betri tök á að lesa dýpra en fyrirsagnir en er yfirleitt huglægur í ætlun og ályktun en umfram allt mjög háður áhrifavöldum. Þeir sem eru í stjórnmálunum eru háðir vinsældum, embættismenn skjalavaldinu og þrepastiga, athafnafólk fjárafleiðum. 

Þá eru eftir menningarvitarnir sem eru eins og límið á milli elítunnar og almennings.

Þessi hópur er erfiðari því innan þess hóps eru t.d. listamenn sem eru algjörlega háðir áhrifavöldum, því næst höfundar og skáld sem reyna að vera óháðir en eru oft í hringlanda á milli þess huglæga og tilfinningalæga en þrá hið hlutlæga. Þá koma trúarkverúlantar og akademískir fræðimenn, bloggarar og allskonar gáfnahyski af ýmsum toga sem hræra meira upp í potti menningarviskunnar.

Sem fyrr segir er þetta límið á milli tveggja póla vetnis atómsins.

Innst í atóminu er kjarni almennings og elítu en í kring sólar einmana elektrónan sem heldur öllu saman, er vart mælanleg og enginn veit hvorki hvað kom henni af stað né hvað heldur henni á braut. Innan sporbaugs elektrónunnar en utan við sjálfan kjarnann er síðan atómið sjálft, tómarúmið sem öllu máli skiptir, eða 99.99% tilveru þess.

Að ná að færa hugsun sína frá tilfinningalægum (emotional) gildum yfir í huglæg (subjective) og síðan að rísa í gegnum huglæglega-hlutlægt (subjectively objective) yfir í hlutlægt (objective) er ekki á færi nema örfárra einstaklinga í hverri kynslóð. 

Reynum það samt því fólk áttar sig ekki á hversju djúp þvæla hér er í gangi.

Aldrei er að vita nema hægt sé að kveikja á perunni á tveim til þrem gáfnaljósum sem byrjuð eru að sjá í gegnum Kastljós innprentunar og fyrirsagnafræðinnar. Hvort hægt sé að benda á hversu stórt mannréttindamál hér er á ferðinni.

Allir þeir hundruðir aðila af öllum kynjunum þrem, konur, karlar og transfólk, sem hafa á yfirvegaðan og ígrundaðan hátt tekið þá ákvörðun að starfa við sölu á persónulegri þjónustu á kynlífssviði, er algjörlega meinað um að eiga nokkra einustu rödd eða forsvar í okkar há-upplýsta og há-yfirborðsheilaga samfélagi.

Þó vissulega séu til einhverjir menningarvitar og ofurvitringar sem þykjast tala máli þessa hóps, þá hafa viðkomandi aldrei starfað við téða þjónustu né átt (svo vitað sé) viðskipti við slíka þjónustu aðila. Þeir - eða þær - hafa því ekkert hlutlægt vit á þessum geira en mikið af tilfinninga skoðunum og huglægum viðhorfum.

Á meðan viðhorf fólks til vændis og vændisfólks er af tagi þeirrar forpúkunar og tepruskapar sem ljóst er, þá getur vændisfólk ekki sagt opinberlega við hvað það starfar, ekki notið lögréttinda, ekki notið heilbrigðisþjónustu eða neins mannréttindaöryggis sem við hin njótum.

Umfram allt nýtur þetta fólk ekki þess að geta komið út úr skápnum án þess að mæta fordómum og niðurlægingu tilfinningasamra og huglægra gáfnaljósa, hóps sem ekki skilur að það er alið upp við Öfgahúmanisma og Réttsýnisfanatík.

Til gamans má nefna tvær samsæriskenningar um það hvers vegna vændi sé bannað í flestum siðmenntuðum og velinnprentuðum samfélögum. Önnur er sú að til sé valdamikið Launhelgatrúfélag sem geti stýrt aðgengi spillingarafla að leynilegum vændishúsum í eigin eigu og vilji fákeppni. Hin er sú að nær útilokað sé að innheimta virðisaukaskatt og tekjuskatt af vændi.
 
Ekkert mat skal lagt á framangreindar samsæriskenningar. Hitt veit ég þó, að ég er eini Íslendingur samtímans sem þorir að krefjast þess fyrir hönd vændisfólks að það fái lifað lífi sínu með reisn. Það er frámunalegt ofbeldi að meina þeim það.