26.12.2014 kl. 20:03
Þá vitum við hvert heimilin okkar fóru
Ég held að fyrirsögnin segi allt sem segja þarf, sem svar við tengdri frétt. Orðagjálfur frá krónusnillingum hins opinbera og skuggavaldsins. Þjóðinni var lofað í eina tíð að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum yrði haldið utandyra.
Allir sem lesið hafa um hegðun þess ágæta fyrirbæris vita hvernig það skilur samfélög eftir sem rjúkandi rúst. Margir telja að Rothschilds apparatið stjórni þeim bak við tjöldin og hver veit, kannski er það rétt.
Hitt er ljóst; þeir komu, brenndu, og fóru. Heilsugæslan okkar er í rúst. Bankakerfið saug blóðið úr þjóðinni þegar það átti að fara á hausinn. Öryrkjar og atvinnulausir eru úti í kuldanum. Þriðja hvert heimili hefur verið hirt af þjóðinni.
Þúsundir Íslendinga sofa nú á stofugólfinu hjá ömmu eða frænku. Á annan tug þúsunda barna eru á sultarmörkum. Fjölmiðlar þegja!
Aðeins beint lýðræði getur gripið hér inn í. Kannski myndi fólk leyfa þetta en við værum þá sjálfsek en ekki spillt úrþvætti sem ljúga sig inn á þing og sæma sjálf sig stórkrossi.