2.1.2017 kl. 18:40
Kirkjuríkið eða Lýgveldið
Börn sem eru skírð til kristinnar trúar, tilheyra Þjóðkirkjunni. Að meina skírðum börnum að fara í kirkju á jólunum er jafn mikill glæpur gegn trú þeirra - og foreldra þeirra - eins og að neita þeim um jólagjafir.
Mér skilst að guðleysingjar og kommúnistar gefi jólagjafir og haldi upp á jólin. Það bæri vott um heilindi af þeirra hálfu að hafna trúarboðskap og trúarhefðum alla leið frekar en að velja og hafna af tilfinningalegum ástæðum.
Nýlega áttaði ég mig á því að tugþúsundir Íslendinga myndu frekar fylgja kirkjuríkinu að málum en húmanistaríkinu sem nefnir sig Lýðveldið Ísland frá 1944. Fleiri en ég átta sig á að ríki er hugmynd sem holdgerist þegar henni er trúað.
Allir vita að húmanísk ríki og sósíalísk hafa staðið fyrir margfalt stærri voðaverkum, styrjöldum og útrýmingarherferðum en þau trúuðu. Ég ítreka orðið margfalt, í þessu samhengi. Hins vegar er áhugavert að í hinni húmanísku veröld má ekki ræða þetta.
Sjálfur er ég ekki fylgjandi kirkjuríkinu. Í mínum augum á það ekkert skylt við Guðsríki eða það sem Jósúa Maríu- og Jósefsson nefndi Ríki himnanna. Öll ríki manna hafa byggst á hugmyndakerfum (Ideologies) sem notuð eru til að stjórna fólki.
Flestir vita og viðurkenna að sósíalistar, og vinstr sinnar yfirleitt, margfalda ráðríki sitt með reglugerðum og lögum sem njörva niður frelsi fólks, á sama tíma og áróður þeirra miðar að því að telja fólki trú um með ríkis-innprentun að það sé frjálst.
Hvers konar frelsi er það þegar meginstraumurinn hafnar skapandi hugsun og að ræða hluti yfirvegað frá mörgum sjónarhólum? Hvaða frelsi er það þegar bannað er að fara út fyrir þann hugarramma sem húmanískir ríkisskólar - eða áróðurskólar - innprenta fólki eða sem meginmiðlar halda sífellt að fólki með fyrirsagna áróðri?
Það er rétt hjá Biskupi, þó hún gefi það í skyn frekar en að segja það berum orðum, að Lýgveldið er skylt til að vernda ríkistrúna. Hvort sem við erum fylgjandi aðskilnaði trúar og ríkis í stjórnarskrá, þá er lítið mark takandi á menningu sem ekki fer eftir þeirri sem (í orði kveðnu) er í boði.