25.12.2016 kl. 15:35

Klukkan tifar

Noam Chomsky er einn þeirra sem minnir á, þó meginmiðlar vilji ekki ræða um, að dómsdagsklukkan hefur verið á rauða strikinu í allt að því tíu ár. Fyrir þá sem ekki vita þá er dómsdagsklukkan fyrirbæri sem fundið var upp á tímum Kalda stríðsins.

Klukka þessi er samsett úr fáeinum áhrifaþáttum sem mæla hættuna á kjarnorkustríði en sú hætta er talin vera á rauða strikinu. Ekki ætla ég að fara nánar í þá hluti, enda margir sem þekkja það betur en ég. Hins vegar þekki ég vel orðræðu Chomsky og treysti þessari áminningu hans.

Einnig þekki ég vel hversu uppteknir meginmiðlar eru af áróðri (Propaganda) og hversu upptekið skuggavaldið er af dulþrýstingi (Subliminal coercion) og hef fylgst með frá degi til dags að fyrirsagna-dáleiddir hafa enga innsýn í þessi mál eða önnur alvarlegri; Sem skelfir mig enn meir.

Vorið 2014 upplýsti ég á enska bloogsvæði mínu - logostal.com - um túlkanir á þrennum þemum úr Opinberunarbók Jóhannesar. Skilaboðum Erkiengilsins Mikaels til engla safnaðanna sjö, tímabil innsiglanna sjö, og um fangelsun Satans. Þessi þrjú þemu hef ég ítarlega rætt um á bæði íslenskum og enskum myndskeiðum sem ég hef viðhaldið á Youtube. 

Í öllum þrem þemum er um að ræða túlkanir sem mér voru færðar, mér óforvarendis, og trúi ég því að sú túlkun komi frá skapara alheimsins en ekki frá vafasömum uppsprettum. Ennfremur, eftir því sem tíminn hefur liðið og ég fylgst betur með ástandi okkar menningarsvæðis og erlendum, sé ég að eitt atriði ágerist.

Þetta atriði er vaxandi veruleikafyrring hins almenna Umskiptings (Golem) og ósamræmi og vitfyrring meðal Uppvakninga (Ghoul) sem leiða hina fyrrnefndu. Afleiðing hvorutveggja er veldisvaxandi sturlun heimsins, en þessum sturlunaráhrifum var ýtt af stað á tímabilinu janúar 2013 til apríl 2014.

Til er lausn á þessu ástandi, reyndar tvær frekar en ein. Önnur lausnin er fjarlæg en sú síðari nærri. Báðar lausnirnar eru vandlega útfærðar í öllum heilögum ritum Eingyðistrúarinnar í gegnum aldirnar og óþarfi að tíunda þær hér.

Vil ég minna lesendur á að þegar ég nota orðið Eingyðistrú, nota ég það í merkingunni trú (faith) en ekki trúarbrögð (religion). Sem dæmi, þá eru Kristin trú, Gyðingdómur, Íslam og Zaraþrústa trú; skilgreind trúarbrögð sem byggjast á eingyðistrú. 

Fólk sem ekki hefur tamið sér merkingarfræði tungunnar eða notkun heimspekilegra skilgreininga, heldur eftirsókn eftir mælistikum peníngatrúarinnar og tilfinningadrifins áróðurs, sér ekki alltaf muninn á trú og trúarreglu eða hversu mikilvægur sá munur er, enda veruleikafyrrt.